Barnamenning
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FÉLV1IF05
Í áfanganum er kennd uppeldisfræði og lögð áhersla á barna- og unglingamenningu. Fræðigreinin er kynnt, farið er í rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Megin áhersla er lögð á það hvernig umhverfið mótar börn og ungmenni en einnig á hina ýmsu félagsmótunaraðila bæði formlega og óformlega. Hugað er sérstaklega að örum breytingum í heimi fjölmiðla, einkum nýmiðlum ýmiss konar sem vega þungt í barna- og unglingamenningu.
Þekkingarviðmið
- sögu fræðigreinarinnar, meginhugtökum hennar og því hvar áherslur liggja í nútímanum.
- mikilvægi uppeldis fyrir einstaklinga og samfélag.
- mikilvægi skipulagðrar verkefnavinnu í einstaklings- og hópvinnu.
- heimildaöflun, úrvinnslu þeirra og mikilvægi þess að flytja niðurstöður á fjölbreyttan hátt.
Leikniviðmið
- greina ólíka strauma í barna-og unglingamenningu.
- greina barna-og unglingamenningu ólíkra tímaskeiða.
- vera meðvitaður um hættur sem leynast í ýmsum menningarstraumum sem geta leitt til vandamála hjá vissum hópum og einstaklingum.
- vinna rannsóknarverkefni er varða uppeldisaðstæður íslenskra barna og unglinga.
Hæfnisviðmið
- miðla niðurstöðum athugana sinna og rannsókna.
- geta greint og unnið með fjölbreytt verkefni tengd málaflokknum.
- geta boðið upp á fræðslu og umræður.
Nánari upplýsingar á námskrá.is