Myndbandagerð
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum læra nemendur helstu aðferðir við framleiðslu stuttmynda. Nemendur kynnast fjölbreyttum vinnsluaðferðum við framleiðslu og kynningu verkefna s.s. söguborðsgerð, handritagerð, myndbyggingu, myndatöku, klippingu og myndvinnslu. Nemendur vinna að fyrirfram ákveðnum verkefnum á fjölbreyttan hátt. Í öllum verkefnum er lögð mikil áhersla á góða samvinnu og/eða hópvinnu og einnig einstaklingsvinnu. Nemendum verður kynnt starfsemi fyrirtækja sem vinna að kvikmyndagerð á fjölbreyttum grundvelli og eins fá nemendur kynningu á framhaldsnámi á sviði kvikmynda- og myndbandagerðar. Skoðuð eru verk kvikmyndagerðarmanna og annarra listamanna sem vinna myndbönd með þeirri tækni sem kennd er í áfanganum.
Þekkingarviðmið
- helstu aðferðum við einfalda stuttmyndagerð.
- forsendum einfaldrar söguborðs- og handritagerðar.
- vinnu fagfólks við stuttmyndagerð.
- mikilvægi samvinnu við gerð stuttmynda.
- menntunarstofnunum á sviði kvikmyndagerðar.
Leikniviðmið
- búa til margs konar stuttmyndir.
- vinna í hóp sem skiptir með sér verkum.
- ræða opinskátt um þær hugmyndir sem hann túlkar í stuttmyndum sínum.
- taka þátt í uppbyggilegum umræðum um hugmyndir og stuttmyndir samnemenda.
Hæfnisviðmið
- skapa stuttmyndir sem eru áhugaverðar og persónulegar.
- fjalla um hugmyndalegan og verklegan bakgrunn verka sinna.
- taka þátt í uppbyggilegri og frjórri samræðu um verk sín og annarra.
Nánari upplýsingar á námskrá.is