PRJN1GB05 - Grunnur B

Grunnur B

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Nemendur fá kennslu í helstu grunnaðferðum prjóns og eru þjálfaðir í að beita þeim. Þeir fá æfingu í að lesa og skilja uppskriftir (á íslensku) og vinna eftir þeim. Meðal annars er kennt að fitja upp, fella af og auka út. Nemendur læra slétt prjón og brugðið og er þessum aðferðum beitt við mismunandi verkefni. Lögð er áhersla á að byggja upp sjálfstraust nemenda við prjón svo þeir þroski hæfileika sína og séu óhræddir að takast á við ný verkefni. Nemendur kynnast verkum íslenskra og erlendra handverksmanna og listafólks sem vinnur með prjóna og garn.

Þekkingarviðmið

  • helstu grunnaðferðum prjóns.
  • því að lesa úr og vinna eftir tilbúnum uppskriftum og geti haldið utan um vinnuferli á skipulagðan hátt í ferilmöppu.

Leikniviðmið

  • beita helstu grunnaðferðum við prjón.
  • lesa úr og vinna eftir tilbúnum uppskriftum.
  • halda utan um vinnuferli á skipulagðan hátt í ferilmöppu.

Hæfnisviðmið

  • fullvinna flík eftir uppskrift.
  • geta sýnt sjálfstæð vinnubrögð og sé fær um að afla sér viðbótarþekkingar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is