TRÉS2HÖ05 - Hönnun

Hönnun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum læra nemendur að hanna hlut úr tré, fullvinna hann frá grunni til afurðar. Nemendur teikna hlutinn og smíða hann. Nemendur fá þjálfun í hönnun og teikningu smíðahluta sem og meðferð verkfæra og trésmíðavéla. Nemendur öðlast innsýn í það hvernig smíðahlutir verða til.

Þekkingarviðmið

  • hönnun hlutar úr tré.
  • útfærslu hlutarins.
  • meðferð trésmiðaáhalda.
  • meðferð trésmíðavéla.
  • meðferð yfirborðsefna.
  • ýmsum leiðum smíðasamsetninga.

Leikniviðmið

  • gera skissur og fullunnar vinnuteikningar af smíðahlut.
  • nota trésmiðaáhöld.
  • nota trésmíðavélar.
  • nota yfirborðsefni.
  • nota viðeigandi smíðasamsetningar.

Hæfnisviðmið

  • hanna smíðahlut og fullvinna hann frá hugmynd til afurðar.
Nánari upplýsingar á námskrá.is