LEIK2LH05 - Leikhús framhald

þátttaka í uppsetningu leiksýningar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Nemendur kynnast margvíslegum verkefnum sem tengjast uppsetningu leiksýningar. Nemendur bera ábyrgð á nokkrum smærri verkefnum og byggja á þeirri reynslu sem þeir hafa þegar öðlast í náminu. Hver nemandi þarf að skipuleggja vinnu sína og halda utan um hugmyndavinnu og framkvæmd þeirra listrænu verkefna sem fyrir liggja. Áfanga lýkur með uppsetningu á leikverki. Sérstök áhersla er lögð á gildi forvarna í víðu samhengi s.s. gegn vímuefnum og félagslegri einangrun.

Þekkingarviðmið

  • ýmsum störfum sem fara fram innan leikhúss.
  • mismunandi hlutverki hverrar leikhúsdeildar.
  • verkferli deildar sem nemandi velur sér, allt frá grunnhugmynd að fullunnu verki og því hvernig öll verk eru hlutar leiksýningar.
  • því hvað þarf til þess að gera leiksýningu að raunveruleika, allt frá hugmyndavinnu, í gegnum framkvæmd ýmissa verkefna, til fullgerðar leiksýningar.
  • því hvernig hann skipuleggur eigin vinnu í skapandi ferli þar sem margir koma að ákvörðunartöku.
  • því hvernig leiða á hóp með það að markmiði að setja upp leikverk.

Leikniviðmið

  • finna lausnir sem henta deild viðkomandi nemenda á vandamálum sem kunna að koma upp.
  • vinna náið með öðrum nemendum og leikstjóra að því að setja upp leiksýningu.
  • axla ábyrgð á þeim verkefnum sem eru lögð fyrir.
  • tjá hugmyndir sínar fyrir framan hóp fólks og framkvæma þær með hópnum.

Hæfnisviðmið

  • vinna sjálfstætt með öðrum nemendum að því að setja upp leiksýningu.
  • vera virkur í öflun efnis og gagna.
  • vera virkur í hugmyndavinnu og óhræddur við að tjá hugmyndir sínar.
  • vera virkur í uppsetningu leiksýningar.
  • vinna með öðrum nemendum og jákvæðan, skapandi og gefandi hátt.
Nánari upplýsingar á námskrá.is