Undirbúningur fyrir stöðluð próf
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3HR05
Í áfanganum fer fram hagnýtur undirbúningur fyrir háskólanám og atvinnulíf. Nemendur búa sig undir alþjóðleg matspróf í ensku, t.d. TOEFL.
Þekkingarviðmið
- orðaforða, uppruna hans, málstofnum, orðmyndun og öðru sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi og starfi.
- hefðum sem eiga við um talað og ritað mál.
- uppbyggingu alþjóðlegra matsprófa, t.d. TOEFL.
Leikniviðmið
- lesa sér til ánægju fræðandi og krefjandi texta og vinna með þá, t.d. með því að finna kjarna máls.
- beita rökfærslu og að draga ályktanir.
- beita ritmálinu í mismunandi tilgangi með stílbrigðum og málsniði sem við á hverju sinni.
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um fræðileg efni.
- tjá sig af öryggi um margvísleg málefni sem tengjast hinum ýmsu fræðigreinum.
- taka stöðluð próf sem krafa er gerð um í háskólum víða um heim.
Hæfnisviðmið
- taka stöðluð próf í ensku, s.s. TOEFL.
- nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um fræðileg málefni.
- nýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt.
- geta flutt vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð, dregið fram aðalatriði og rökstutt mál sitt nokkuð nákvæmlega með dæmum og brugðist við fyrirspurnum.
- beita rithefðum sem við eiga í textasmíð.
- skrifa texta með röksemdafærslu þar sem fram koma rök með og á móti málefnum og þau vegin og metin.
- geta lýst skýrt og greinilega flóknum hlutum eða ferlum á sviði sem hann þekkir vel og nýtt faglegan orðaforða á lipran og skýran máta í ritun og tali.
- vinna úr ýmsum upplýsingaveitum og fella saman í eina heild samkvæmt þeim venjum sem gilda um heimildavinnu.
Nánari upplýsingar á námskrá.is