ENSK3LE05 - Leikrit og bókmenntir

Leikrit og bókmenntir

Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: ENSK3HR05
Áfanginn er fyrir nemendur á leiklistarbraut og aðra sem áhuga hafa á leiklist og bókmenntum. Valin bókmenntaverk eru lesin. Nemendur fá þjálfun í að lesa, skilja, læra, flytja og semja texta.

Þekkingarviðmið

  • bókmenntum í hinum enskumælandi heimi, leikhefðum, höfundum og skáldum.
  • menningu í enskumælandi löndum.
  • stjórnmálum, fjölmiðlum og sögu og áhrifum þeirra á þjóðfélagsmótun í þeim löndum þar sem enska er töluð.
  • orðaforða sem gerir honum kleift að tileinka sér lesefni í áframhaldandi námi og starfi tengdu leiklist og bókmenntum.

Leikniviðmið

  • skilja vel texta á sviði leiklistar, s.s. lesefni, leiksýningar og leiklestur.
  • lesa sér til ánægju eða upplýsingar texta sem gera miklar kröfur til lesandans, hvað varðar orðaforða og uppbyggingu, myndmál og stílbrögð.
  • tjá sig af öryggi um málefni sem lúta að umfjöllun um bókmenntaverk, flutning þeirra og tjáningarmáta.
  • læra texta og flytja fyrir áhorfendur.
  • beita ritmálinu í mismunandi tilgangi, fræðilegum og persónulegum, með stílbrigðum og málsniði sem á við hverju sinni.

Hæfnisviðmið

  • meta með gagnrýnum hætti texta, listrænt gildi hans, túlkunarmöguleika o.fl.
  • nýta sér fyrirlestra, umræður og rökræður um bókmenntir og leiklist
  • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum og tilgangi þess sem talar.
  • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og/eða pólitískt samhengi í texta, s.s. í bókmenntaverkum og öðrum textum.
  • flytja vel uppbyggða frásögn, kynningu eða greinargerð.
  • nýta sér fræðitexta og meta heimildir á gagnrýninn hátt.
  • beita málinu svo hann geti tekið þátt í umræðum og rökræðum.
  • tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita myndmáli og stílbrögðum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is