litafræði og tölvuvinnsla
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Enginn.
Nemendur læra grunnþætti litafræðinnar. Nemendur læra litablöndun og táknfræði lita.
Nemendur læra um eðli og merkingu myndbyggingar og gera mismunandi æfingar til að þjálfa samspil lita og myndbyggingar, m.a. með munsturgerð .
Kennt er á Photoshop með æfingum, sem m.a. þjálfa nemendur í að vinna með lagskiptar myndir til að þjálfa liti, form og myndbyggingu.
Nemendur þjálfast í að þróa eigin hugmyndir í tölvu með hjálp Photoshop út frá eigin áhugasviði.
Áhersla er lögð á að nemendur þjálfist í að koma frá sér hugmyndum á tölvutæku formi,
skoða verk sín og annarra og þjálfist í að gefa og taka við uppbyggilegri gagnrýni.
Nemendur kynnast verkum íslenskra samtímalistamanna og hönnuða.
Þekkingarviðmið
- hvernig litakerfi eru notuð í myndlist og hönnun
- litablöndun og táknfræði lita
- hvernig mismunandi litaspil og mismunandi myndbygging breytir virkni og áhrifum myndar
- hvernig búa á til munstur
- hvernig mála á með þekjulitum og akrýllitum
- hvernig vinna má með lagskiptar myndir í Photoshop
- hvernig unnin er hugmyndavinna í Photoshop
- hvernig íslenskir myndlistarmenn og hönnuðir vinna
- hvernig vinna má hugmynda- og skissubók í skjámiðli
- mikilvægi þess að geta rætt um eigin verk og annarra
Leikniviðmið
- blanda liti og vinna sjálfstætt myndverk
- beita litum og skilja mismunandi tákn lita
- byggja upp mynd með mismunandi myndbyggingu
- búa til munstur
- koma hugmyndum sínum á tölvutækt form og vinna með þær í Photoshop
- vinna persónulega skissu- og hugmyndabók í skjámiðli
- ræða um eigin verk og annarra
Hæfnisviðmið
- blanda liti af öryggi og beita þeim á markvissan hátt
- setja saman liti á markvissan og táknrænan hátt í myndverk og fatnað
- vinna með sínar eigin hugmyndir í tölvu og þróa þannig upp hugmyndabanka
- koma hugmyndum sínum frá sér með fjölbreyttum aðferðum
Nánari upplýsingar á námskrá.is