senuvinna
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: LEIK2RT05
LEIK2BS05
LEIK2LS05
LEIK2SL05
Nemendur læra að vinna leikin atriði á svið frá fyrsta samlestri að uppsetningu. Mikil áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, samvinnu og að nemendur skili þeirri heimavinnu sem sett er fyrir hverju sinni. Áfanganum lýkur með opnum tíma þar sem atriðin eru sýnd áhorfendum.
Þekkingarviðmið
- vinnu leikarans frá fyrsta samlestri þar til áhorfendur sjá hana
- persónusköpun í handritavinnu
- gildi góðs undirbúnings í persónusköpun
Leikniviðmið
- vinna sjálfstætt að persónusköpun
- beita ólíkum aðferðum til að glæða leikpersónu lífi
- vinna með öðrum að uppsetningu á leikatriði
- nota nærsamfélag sitt og fjölmiðla til að sækja sér innblástur
- tjá sig um persónusköpun, leikrita- og atriðagreiningu
- greina leikhandrit
- nýta sér hugmyndabók til persónusköpunar
Hæfnisviðmið
- tengja saman þekkingu sem hann hefur öðlast í náminu
- skapa trúverðuga leikhúspersónu á sviði og beitt við það bæði spuna sem og góðum undirbúningi sem metið er með gólfvinnu, dagbók, lokasýningu og greinagerð
- sýna sjálfstæð, öguð og einbeitt vinnubrögð
- geta sett upp leikatriði og framkvæmt öll þau ólíku verk sem þarf til að hrinda slíku í framkvæmd
Nánari upplýsingar á námskrá.is