fornöld til barrokktímabils
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Í áfanganum verður listasaga Vesturlanda frá fornöld til loka barrokktímabilsins kennd. Fjallað verður meðal annars um steinaldarlist, list Egypta, Grikkja og Rómverja, rómanska list og gotík, endurreisn og barrokk. Nemendur vinna fjölbreytt verkefni sem tengjast stíltímabilum, leita upplýsinga og ítarefnis í ólíkum miðlum og kynna rannsóknarniðurstöður fyrir samnemendum sínum. Nemendur verða þjálfaðir í vinnu verkefna um sögu og sögulega þróun með því að greina atburði og hugmyndir á tímabilinu.
Þekkingarviðmið
- helstu stíleinkennum í myndlist frá fornöld til loka barrokktímabilsins
- nöfnum og verkum helstu myndlistarmanna á endurreisnar- og barrokktíma
- hvernig verk myndlistarmanna geta verið ólík þótt þau tilheyri sama stíl
- hvernig samfélagsgerð og tíðarandi hefur áhrif á hugmyndir, viðfangsefni og útfærslu verka myndlistarmanna
Leikniviðmið
- greina sögulega þróun myndlistar og samhengi hennar
- miðla sögulegri þekkingu til annarra
Hæfnisviðmið
- bera saman, finna tengsl, einfalda og draga ályktanir af listasögunni og þróun hennar
- vinna sjáfstætt og setja fram sögulegar greiningar
- vinna skipulega með sögulegan texta og setja fram á rökrænan hátt
Nánari upplýsingar á námskrá.is