teikning
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur:
TEIK1GR05
Nemendur teikna eftir lifandi módeli og beinagrind. Lögð er megináhersla á að þjálfa augað í að sjá það sem horft er á og koma því rétt niður á blað. Notuð verða fjölbreytt teikniáhöld og einnig málað á einfaldan hátt og mögulega verður módelið mótað líka í leir.
Nemendur eiga að þróa með sér sjálfstæða skissu- og hugmyndavinnu með mannslíkamann sem útgangspunkt.
Íslenskir listamenn sem vinna með mannslíkamann kynntir
Nemendur hengja upp verk sín og skoða þau í samhengi og halda áfram að þjálfast í að ræða um þau.
Þekkingarviðmið
- beina- og vöðvabyggingu mannlíkamans til að geta teiknað hann rétt og unnið með í tvívíðum og þrívíðum myndverkum
- hlutföllum í mannslíkamanum og hvernig best er að teikna hann
- hvernig nota á mælingar og hjálparlínur til að finna stærðarhlutföll og rétta stöðu líkamans
Leikniviðmið
- teikna mannslíkamann eftir lifandi módeli
- nota mælingar og hjálparlínur til að teikna mannslíkamann í réttri stöðu
- nota fjölbreyttar aðferðir og áhöld við að teikna módel
Hæfnisviðmið
- geta teiknað og málað mannslíkamann rétt eftir lifandi módeli
- nota mannslíkamann allan eða að hluta í eigin myndverkum
Nánari upplýsingar á námskrá.is