saumar, snið
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Engar
Nemendur læra að taka líkamsmál og lesa úr máltöflum. Lögð er áhersla á að þekkja helstu sniðhluta og gera einfaldar sniðbreytingar. Kennt er að leggja rétt á efni og reikna út efnisþörf. Saumaðar eru einfaldar flíkur. Farið er í hin ýmsu fagheiti, notkun á saumavélum, ýmsar gerðir af efnum. Kynnt er notkun á tölvum í tengslum við upplýsingaöflun, uppsetningu þemaspjalda og tískuteikninga auk flatra vinnuteikninga. Lögð er áhersla á að nemendur skilji vinnuferlið frá hugmynd að fullunninni flík og skili skissubók ásamt vinnuskýrslu, auk þess að temja sér vönduð vinnubrögð við alla þætti ferilsins.
Þekkingarviðmið
- hugmyndaöflun og skissuvinnu, tískuteikningum og flötum vinnuteikningum
- hvernig líkamsmál eru tekin og gerður samanburður við stærðartöflur
- orðaforða greinarinnar til að geta notað skýringarmyndir og vinnulýsingar
- aðlögun grunnsniða að eigin líkamsmálum
- uppbyggingu grunnsniða, heitum og útliti ólíkra sniðhluta
- einföldum sniðbreytingum út frá eigin hugmyndum í minni hlutföllum og fullri stærð
- hvernig efnisþörf er reiknuð út frá sniðum
- hvernig sniðhlutar eru lagðir á efni eftir þráðréttu og saumför og aðrar merkingar teiknuð inn á efnið
- grunnatriðum í saumtækni með prufusaumi og saumi á einföldum flíkum
- helstu notkunarmöguleikum saumavéla og annarra tækja sem tilheyra saumum
- vinnuferlinu frá hugmynd að fullunninni flík
Leikniviðmið
- skissa og teikna tískuteikningar og flatar vinnuteikningar
- taka líkamsmál og skilja stærðartöflur
- nota orðaforða greinarinnar við notkun vinnulýsinga
- útfæra einföld snið út frá grunnsniðum eftir eigin hönnunarteikningum
- geta raðað sniðhlutum á efni
- geta teiknað saumför, falda og aðrar merkingar áður en sniðið er og sauma einfaldar flíkur og saumtækniprufur
- nota saumavélar og þekki notagildi stillinga, saumavélafóta og saumavélanála
- gera vinnuferlinu skil í texta og teikningum m.a. með notkun tölva
- temja sér vönduð vinnubrögð við alla þætti vinnunnar
Hæfnisviðmið
- skissa hugmyndir og vinna út frá þeim tískuteikningar og flatar vinnuteikningar
- lesa út úr stærðartöflum
- aðlaga grunnsnið að mældum líkamsmálum
- nota grunnsnið til að vinna einfaldar sniðbreytingar út frá eigin hönnunarteikningum sauma einfaldar flíkur
- meta og nota viðeigandi stillingar á saumavélum sem og fætur og saumavélanálar eftir efnum og saumtækniatriðum
- gera vinnuferlinu frá hugmynd að fullunninni flík skipulega skil í vinnuskýrslu með teikningum og texta
- nota tölvur við upplýsingaöflun, uppsetningu teikninga og vinnuskýrslna
- geti nota orðaforða greinarinnar til að útskýra ferlið í samræðum og í rituðum texta
- temja sér vandvirkni við alla þætti ferilsins
Nánari upplýsingar á námskrá.is