almenn, þjóðhagfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FJÁR1FL05 og HAGF2AÞ05
Áfanginn miðar að því að auka skilning nemandans á starfsemi þjóðarbúsins og hreyfiöflum efnahagsþróunar. Innra samhengi í hagkerfinu er skýrt með hjálp efnahagshringrásarinnar og með einföldum línuritum. Fjallað er um markmið hagstjórnunar og helstu hagstjórnartæki. Kynntar eru meginstefnur og straumar sem tengjast hagfræði þjóðarbúsins. Skoðuð eru einkenni, kostir og gallar einkavæðingar og hnattvæðingar, þar sem skoðuð verða fríverslunarsamtök í Evrópu.
Eðli peningamálastefnu og fjármálastefnu eru rannsökuð svo og kostir og gallar þess að nota peningamálastefnu eða fjármálastefnu við hagstjórn. Fjallað verður um hlutverk og einkenni peninga, ólíkar peningamálakenningar og áhrif stýrivaxtabreytinga á efnahagslífið. Kynnt verður framboðshliðarhagfræði og reynslu þjóða af því að beita henni sem hagstjórnartæki. Ólík viðhorf nokkurra mismunandi hópa hagfræðinga til efnahagsstefnunnar eru skoðuð.Við veltum fyrir okkur áhrifum frjálsra fjármagnsflutninga á Íslandi. Einnig verða skoðaðar orsakir og afleiðingar vanþróunar, ákvörðun landsframleiðslunnar og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Þekkingarviðmið
- margföldunaráhrifum í hagkerfinu
- þjóðartekjum í jafnvægi og öðrum helstu hagstærðum með hjálp einfalds haglíkans fjármálastjórnun
- vandamálum sem tengjast hallarekstri hins opinbera
- helstu ákvörðunarþættum peningaeftirspurnar og peningaframboðs
- hugtakinu raungengi og átti sig á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúskapinn innra og ytra jafnvægi í hagkerfinu
- meginhugmyndum í „framboðssinnaðri“ hagfræði
- hugtakinu ,,markaðsbrestur“ og helstu ástæðum fyrir markaðsbresti
- „ytri áhrifum“ í framleiðslu og neyslu
- samhengi umhverfismála og markaðsverðmyndunar
- fríverslunarsamtökum í Evrópu
- helstu kostum og göllum einkavæðingar og hnattvæðingar
- lögmálinu um algera yfirburði
Leikniviðmið
- geta túlkað heildareftirspurn og heildarframboð í hagkerfinu með hjálp einfalds haglíkans
- geta reiknað út þjóðartekjur í jafnvægi og aðrar helstu hagstærðir með hjálp einfalds haglíkans
- þekkja tæki fjármálastjórnunar og reikna út áhrif beitingar þeirra
- nota framboðs- og eftirspurnarlínurit til að skoða þróun á markaði
- leggja mat á upplýsingar um efnahagsmál öðlast dýpri skilning á grundvallarhugtökum og kenningum í þjóðhagfræði, sérstaklega alþjóðahagfræði
- tengja undirstöðuþekkingu í þjóðhagfræði við þróun efnahagsmála
Hæfnisviðmið
- taka þátt í daglegri efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði í tengslum við þjóðhagfræði og alþjóðahagfræði
- geta tjáð sig munnlega og skriflega um hagræn málefni og mótað sjálfstæðar skoðanir sem m.a. eru byggðar á þeim fræðilega grunni sem lagður er í náminu
Nánari upplýsingar á námskrá.is