almenn, rekstrarhagfræði
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: STÆR1XX03
Í áfanganum er farið yfir helstu skilgreiningar á kostnaði og tekjum fyrirtækja. Leitast er við að auka skilning nemenda á viðfangsefnum í rekstri fyrirtækja og veita þjálfun við lausn verkefna. Fjallað er um hagkvæmasta val framleiðsluþátta, framleiðslu- og kostnaðarföll, framlegðarútreikninga og útreikninga á hagkvæmustu framleiðslusamsetningu. Framboð, eftirspurn, nytjaföll, teygni og verðmyndun við mismunandi markaðsform.
Þekkingarviðmið
- notkun línurita til að skýra samband tveggja framleiðsluþátta, svo sem véla og manna, skýra samband verðs og magns, samband framleiðslumagns, kostnaðar og tekna við framleiðslu á vörum
- mikilvægi framboðs og eftirspurnar til að viðhalda jafnvægi í framleiðslu og neyslu
Leikniviðmið
- geta greint og reiknað fastan og breytilegan kostnað, tekjur, framlegð og rekstrarjafnvægi
- geta greint á milli einokunar, fákeppni, verðleiðsagnar, einkasölusamkeppni og fullkominnar samkeppni á markaði
- geta notað línurit til þess að tjá sig um stöðu fyrirtækja á markaði og notað upplýsingatækni við útreikninga og aðra vinnslu
- geta reiknað út teygnistuðla fyrir verðteygni eftirspurnar, framboðs, tekjuteygni og verðvíxlteygni
Hæfnisviðmið
- geta reiknað hagkvæmasta magn og eftir atvikum verð við mismunandi markaðsform
- geta notað framlegðaraðferðir til þess að velja hagkvæmustu framleiðslusamsetningu
- geta nýtt sér upplýsingatækni við úrvinnslu gagna
Nánari upplýsingar á námskrá.is