fjármála, stjórnun
Einingafjöldi: 5
Þrep: 3
Forkröfur: FJÁR2FE05 og STÆR3AF05
Fjallað er nánar um helstu viðfangsefni fjármála og fjármálastjórnunar. Gerð er grein fyrir hagrænu mikilvægi fjármagnsmarkaða og lögð áhersla á að nemendur skilji og geti túlkað helstu upplýsingar sem koma fram á fjármálamarkaði. Farið er í samval verðbréfa og áhættuhugtök tengd verðbréfasöfnum. Þá er fjallað um nokkur helstu viðfangsefni fjármálafyrirtækja og gerð grein fyrir afleiðum með mismunandi undirliggjandi eignum.
Þekkingarviðmið
- helstu störfum sérfræðinga í fjármálum
- hefðbundinni skiptingu á verðbréfamarkaði
- mismunandi skilgreiningum á fjármagnskostnaði fyrirtækja og útreikninga tengdum þeim
- þekkja til helstu markaðsverðbréfa á íslenskum verðbréfamarkaði
Leikniviðmið
- reikna út ávöxtun mismunandi fjárfestingarkosta
- greina helstu áhættuþátta í sambandi við verðbréfaviðskipti
- greina helstu aðferðir við mat á áhættu í verðbréfaviðskiptum
Hæfnisviðmið
- geta metið fjárfestingavalkosti sem standa til boða, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki
Nánari upplýsingar á námskrá.is