Sjúkrapróf
Veikindi á próftíma:
- Nemendur skulu tilkynna veikindi í prófi á prófdegi til skrifstofu skólans í síma 520 1600. Ekki er hægt að tilkynna veikindi í prófum í gegnum Innu.
- Tími sjúkraprófa kemur fram á próftöflu. Nemendur þurfa að skila staðfestingu á veikindum (frá forráðamönnum eða með læknisvottorði) á skrifstofu skólans áður en þeir fara sjúkrapróf. Eingöngu þeir nemendur sem skila inn staðfestingu á veikindum teljast skráðir í sjúkrapróf.
- Nemendur fá ekki einkunn fyrir viðkomandi próf fyrr en staðfesting hefur skilað sér.