Sértæk þjónusta og stuðningur við nemendur

 Fjölbrautaskólinn í Garðabæ leggur sig fram um að aðstoða alla nemendur við að ná árangri í námi sínu. Mikilvægt er að nemendur sem greindir er með námsörðugleika eða aðrar hamlanir í námi séu meðvitaðir um hvaða þjónusta og úrræði eru í boði. Brýnt er að senda greiningar eða staðfestingu til námsráðgjafa á rafrænu formi í upphafi fyrstu annar til þess að hægt sé að veita þá þjónustu sem í boði er. Námsráðgjafi tekur faglegt viðtal við nemandann og metur út frá því hvaða úrræði viðkomandi þarfnast. Í kjölfjarið er gengið frá samningi (hér) um sértæk úrræði í námi/prófum. Mikilvægt er að nemandinn geymi afrit af samningnum. Góð leið er að skanna hann inn eða taka mynd af honum á símann til að eiga hann á rafrænu formi. Samningurinn gildir á meðan nemandinn er í skólanum. Nemandinn ber þó alla ábyrgð á því að sækja tilgreinda þjónustu.
Vinsamlegast athugið að aðeins er tekið við greiningum á rafrænu formi (tölvupósti).
Netföng námsráðgjafa: audur@fg.is , dagny@fg.is 

Á prófatíma
Nemendur með greiningar geta sótt um eftirfarandi þjónustu í prófum; að fá prófin á lituðum pappír, stærra letur, próf í tölvu og hlustun á prófi með talþulu. Sækja þarf um þessa þjónustu hjá námsráðgjöfum og er umsóknarfrestur auglýstur fyrir hvert próftímabil.
Allir nemendur skólans eiga rétt á lengri prófatíma, þ.e. að sitja 30 mínútur aukalega í prófi umfram auglýstan prófatíma.
Mikilvægt er að hver og einn nemandi sé meðvitaður um hvaða aðferðir gagnast honum best í námi, svo sem eins og að prófa sig áfram með mismunandi liti á pappír, leturgerðir og stærð bókstafa sem og að nýta sér hljóðbækur. Nauðsynlegt er að fylgjast vel með í kennslustundum og vera virkur þátttakandi í náminu. Í Innu birtast allar upplýsingar um námið og bera nemendur ábyrgð á því að fylgjast með daglega. Mikilvægt er að skoða kennsluáætlanir í hverju fagi fyrir sig til þess að gera sér betur grein fyrir vinnuálagi, verkefnaskilum og prófum.
Nemendur eru hvattir til að nota þjónustu Hljóðbókasafns Íslands séu þeir með greiningu upp á slíkt.
Samningur um sérúrræði (hér)

Íslensk talþula
Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú setur upp íslenska talþulu i tölvuna þína.
https://kennsluradgjof.com/nemendur/
https://youtu.be/1tOMQC1mknk

Einkenni dyslexíu
Einkenni stærðfræðiblindu
Einkenni skrifblindu