Upphaf vorannar 2023

Kæru nemendur

Fyrst af öllu óska ég liði FG í Gettu betur til hamingju með frábæran árangur og með að vera komin í undanúrslit í keppninni. Þið eruð skólanum til sóma.

Kennsla vorannar hefst með hraðtöflu miðvikudaginn 22. febrúar. Upplýsingar um hraðtöfluna munu birtast á heimasíðunni.

Opnað verður fyrir stundatöflur í dag mánudaginn 20. feb. klukkan 15:00.

Töflubreytingar verða rafrænar að venju og verður hægt að sækja um þær um leið og opnað er fyrir töflur. Afgreiðsla töflubreytinga hefst á morgun þriðjudag. Hægt verður að sækja um töflubreytingar til loka fimmtudagsins 23. febrúar.

B.kv.
Kristinn Þorsteinsson
skólameistari