Kórónaveiran veldur mjög miklum usla um allan heim
Kórónaveiran heldur áfram að valda vandræðum. Nú hefur smit lætt sér í raðir starfsmanna og nokkur fjöldi starfsmanna nú í sóttkví. Einnig er fjöldi nemenda í sóttkví. Það er því alveg ljóst að skólastarf er mjög úr skorðum.
En alla þessa viku hafa kennarar haldið uppi fjarnámi fyrir nemendur sína og óhætt er að segja að það hafi gengið vel. Sama verður uppi á tengingnum í næstu viku, en fimmtudagur og föstudagur verða samkvæmt upprunalegri áætlun námsmatsdagar, en þá fara kennarar yfir verkefni, próf og annað slíkt. Þá verður engin kennsla.
Niðurstaðan er þessi: Það eru allir að reyna að gera sitt besta til að lágmarka skaðann. Gangi okkur öllum vel að glíma við þessa óværu. Góðar stundir!