Náttúrufræðibraut

Markmið brautarinnar er fyrst og fremst að búa nemendur undir frekara nám í náttúruvísindum. Brautin skiptist í tvö svið, tæknisvið og heilbrigðissvið. Lögð er áhersla á að nemendur fái góða þekkingu í stærðfræði og náttúrufræðigreinum. Á tæknisviði er mikil áhersla lögð á stærðfræði, eðlisfræði og tölvunarfræði enda er það hugsað sem góður undirbúningur undir frekara nám í raunvísindum, stærðfræði , verkfræði og tæknigreinum. Á heilbrigðissviði er meiri áhersla lögð á líffræði og efnafræði og er þetta svið traustur grunnur undir frekara nám í lífvísindum og heilbrigðisvísindum.

Námsmat
Námsmat er fjölbreytt og felst meðal annars í ritgerðum og ýmsum verkefnum, prófum, jafningjamati og sjálfsmati.

Reglur um námsframvindu
Nemandi þarf að ljúka 202 einingum til að ljúka stúdentsprófi. Námstíminn er að meðaltali 9-12 annir. Lágmarkseinkunn er 5,0 í öllum áföngum.

Hæfniviðmið
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að ...

  • afla sér upplýsinga og þekkingar á skipulagðan og gagnrýninn hátt jafnt einn sem og í samvinnu við aðra.
  • taka þátt í rökræðum þar sem hann getur tjáð skoðanir sínar, rökstutt þær og hlustað á skoðanir annarra.
  • skilja þá umræðu sem fer fram í samfélaginu og geta myndað sér skoðanir á henni.
  • njóta, virða og vernda náttúruna og nýta hana á skynsamlegan hátt.
  • lesa fræðigreinar náttúruvísinda bæði á íslensku og erlendum tungumálum.
  • nota helstu rannsóknartæki.
  • beita vísindalegri hugsun og aðferðum við öflun upplýsinga, mælinga, úrvinnslu og túlkun á niðurstöðum.
  • nota stærðfræðiþekkingu við úrlausn verkefna.
  • nota heimildir og vitna í þær samkvæmt stöðluðum reglum.
  • miðla upplýsingum bæði skriflega og munnlega á skýran og skilmerkilegan hátt.
  • takast á við háskólanám í raunvísindum, heilbrigðisvísindum, stærðfræði, verkfræði og skyldum greinum.

 Umsögn nemanda: Helgi Már Herbertsson

KJARNI BRAUTAR
 NÁMSGREIN      EIN.
 Íslenska undirbúnings áf.  ÍSLE  1un05  
 Íslenska  ÍSLE    2mg05 2es05 3sn05  3na05                                               20 
 Enska undirbúnings áf.  ENSK  1ub05  
 Enska  ENSK  2ms05 2kk05 3hr05   15 
 Danska undirbúnings áf.  DANS  1fr05  
 Danska  DANS  2lo05 2so03    8 
 Stærðfræði undirbúnings áf.  STÆR  1aj05  
 Stærðfræði  STÆR  2fj05 3hv05 3fa05  3dh05  3tl05    25
 Saga  SAGA  2ms05    5
 Félagsvísindi  FÉLV  1if05   5
 Fjármálalæsi  FjÁR  2fl05   5
 Þriðja mál 
 Val um 1
 SPÆN
 FRAN
 ÞÝSK
 1gr05  1fr05 1ff05 
 1gr05  1fr05 1ff05
 1gr05  1fr05 1ff05
  15
 Jarðfræði  JARÐ  2jí05   5
 Efnafræði  EFNA  2ie05 2fe05   10
 Eðlisfræði  EÐLI  2gá05 2bv05   10
 Líffræði  LÍFF  2le05    5
 Umhverfisfræði  UMHV  1au05   5
 Lokaverkefni  NÁTV  3lv05   5
 Lífsleikni  LÍFS  1sl03 1ns01   4
 Lýðheilsa  LÝÐH  1hl02   2
 Íþróttir  ÍÞRÓ  1hr1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5 xx1,5   9
 Einingafjöldi       153
 
 
HEILBRIGÐISSVIÐ
 NÁMSGREIN           EIN.
 Líffræði  LÍFF  3le05 3ef05                                                                           10
 Efnafræði  EFNA  3vl05 3lr05   10
 Næringafræði  NÆRI  2nf05    5
 Einingafjöldi       25

 

TÆKNISVIÐ
 NÁMSGREIN           EIN.
 Stærðfræði  STÆR  3yá05                                                                                      5
 Eðlisfræði  EÐLI  3ra05 3ne05     10
 Tölvufræði  TÖLV  2gr05 2ug05    10
 Einingafjöldi        25

 

KJÖRSVIÐ
 NÁMSGREIN                                                                                                            EIN.
 Kjörsvið er 15 eininga val með það að markmiði að nemandinn dýpki þekkingu sína. Af þessum 15 einingum þurfa að   minnsta kosti 5 einingar að vera á þriðja þrepi.

 Nemandinn getur farið eftirfarandi leiðir:
 1.  Hægt er að taka 15 einingar í sömu námsgrein.
     Dæmi: FJÖL2AJ05-FJÖL3BL05-FJÖL3KL05
 2. Hægt er að taka 5, 10 eða 15 einingar sem framhald af áfanga/áföngum sem nemandinn hefur tekið í            kjarna brautar.
     Dæmi: ENSK3HR05 (kjarni brautar)-ENSK3US05 (kjörsvið)-ENSK3YL05 (kjörsvið)
     Dæmi: DANS3SO05-ÍSLE3BB05-SAGA3SS05
 3. Áfangar í viðskiptagreinum, listgreinum og íþrótta- og heilsugreinum (ekki almennir íþróttaáfangar)             þurfa ekki að vera í sömu námsgrein aðeins innan sama sviðs
     Dæmi: MARK2AM05-STJR2ST05-FRUM3FR02 og FRUM3FR03
     Dæmi: TEIK1GR05-LITA1LT05-LIST2FB05
     Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05-SERH3xx05-VIBS3VI05
     Dæmi: HBFR2HE05-LÍFF2LE05/ÍÞRF3íl05-LÍFF3le05/ÍÞRF3LS05
     Dæmi: ÍÞRF2ÞJ05- SERH3xx05- SERH3xx05
     Dæmi: FATA1SS05-FATAUA05-FATA3KJ05
     Dæmi:TEIK1GR05-TEXT2VA05-TEXT3TV05
 4. Undantekning frá reglunni um áfanga á þriðja þrepi er ef teknir eru áfangar í þriðja/fjórða tungumáli,          í list-og  verkgreinum, íþrótta- og heilsugreinum.
 5. FÉLV2af05 getur staðið sem annar eða þriðji áfangi í kjörsviði með félagsgreinum (FÉLA-, FJÖL-,                  SÁLF- og UPPE- áföngum.
 6. Ekki má nota undirbúningsáfanga á kjörsvið.
 7. Alla áfanga á þriðja þrepi má setja í kjörsvið ef nemandi hefur lokið undanförum.

 
 Einingafjöldi      15

 

FRJÁLST VAL
 NÁMSGREIN                                                                                                           EIN.
 Frjálst val eru 9 einingar að eigin vali.
 Einingafjöldi      9


Leiðbeiningar um val áfanga