Opinn fundur í hátíðarsal FG - 28. mars 2024

Kristinn Þorsteinsson opnaði fundinn og bauð nemendur velkomna. Hann talaði um að mjög gott svigrúm sé til að bæta umgengni, hún er afar slæm.

Guðrún Fjóla, forseti NFFG, talað um það sem er framundan:

  • Bingókvöld í kvöld, frítt inn og flottir vinningar. Endilega koma með gesti.
  • Imbra
  • Frumsýning á söngleiknum
  • Árshátíðin 14. mars
  • Skíðaferð
  • Kosningar í lok annar
  • Auk fjölda minna viðburða

Tinna og Fríða kynna Imbrudagana

  • Imbran verður 13.03 og fram til hádegis 14.03.
  • FG í 40 ár verður þemað enda fagnar skólinn 40 ára afmæli í ár.
  • Nauðsynlegt að skrá sig á alla viðburði.
  • Nánari upplýsingar þegar nær dregur.

Verðandi kynnir söngleikinn og sýndu stórglæsilegt atriði úr söngleiknum.

Árshátíð NFFG verður samkvæmt venju stórglæsileg. Dagskráin hefst með fordrykk í skólanum kl. 17:30. Eftir dagskrá og kvöldverð í skólanum verða rútur í boði að Gamla bíói þar sem dansað verður fram eftir kvöldi. Kynnar kvöldsins verða Auddi og Steindi. Þeir sem skemmta á ballinu eru DJ Doctor Victor, Issi, Tónhylur Akademía, Floni, Auddi og Steindi.

  • Gullmiði 12.900 kr. fyrir árshátíðina, ball og leikritið
  • Silfurmiði 5.900 kr. fyrir bara ballið í Gamla bíói
  • Utanskólamiði kostar 6.500 kr. og er aðgangsmiði á ballið
  • Nemendur sem eru fæddir árið 2005 fá forskot á miðana í matinn og geta byrjað að kaupa miða aðeins á undan öðrum.


Skíðaferðin verður dagana 20. - 22. mars

  • Gist verður í íþróttahöllinni á Akureyri við hliðina á sundlauginni.
  • Skráning byrjar á morgun og nemendur fæddir árið 2005 fá smá forskot á aðra nemendur.
  • Ferðin miðast við að fimmtíu nemendur fari með í ferðina.

NFFG peysurnar eru á leiðinni eftir smá bras.

Aðeins ein spurning var úr sal þegar opnað var fyrir það:

  • Er hægt að kaupa NFFG peysur?
    • Það lokaði fyrir kaup á peysum í desember.

Ekki fleiri spurningar og Kristinn sleit fundi