Fundur foreldraráðs 15.11.2023

Foreldraráðsfundur

Fundargerð

Kaffistofa starfsfólks, miðvikudaginn 15. nóvember 2023


Á fundinum sátu: Brynhildur Guðmundsdóttir, Bergdís Guðjónsdóttir, Erla Hrönn Geirsdóttir, Erlingur E. Jónasson, Hrefna Björk Ævarsdóttir, Jóna Ellen Valdimarsdóttir, Kristinn Þorsteinsson, Linda Wessman, Silja Marteinsdóttir og Sverrir Óskarsson.

Fundaritari: Berglind M. Valdimarsdóttir

Dagskrá

1. Staðan á foreldrasjóðnum
2. Valgreiðsla í heimabanka
3. Fræðsla fyrir nemendur
4. Foreldrakvöld
5. Spurningar til Kristins skólameistara
6. Önnur mál

1. Staða foreldrasjóðs
Staðan á sjóðnum er 280.000 kr.

2. Valgreiðsla í heimabanka
Í Næstu viku verður send 3000 kr. valgreiðsla í heimabanka foreldra.
Ætlum að fá skólameistara til þess að senda póst á foreldra og auglýsa valgreiðsluna
einnig á Facebook hópinn (Foreldrafélag FG) og Instagram síðu skólans.
Upphæðin verður nýtt í fræðslu fyrir foreldra og nemendur ásamt fleiri atriðum sem nýtast
foreldrafélagssjóðnum t.d. fyrirmyndapottinn á böllum.


3. Fræðsla fyrir nemendur
Beðið er eftir tilboði frá KVAN til þess að koma og fjalla um samskipti milli unglingsins og
foreldra. Einnig kom upp umræða um að fá skemmtilegan fyrirlesara/markþjálfa til þess að
vera með jákvæða hvatningu fyrir nemendur.
Bergdís Guðjónsdóttir er til í að koma í FG og fjalla um jákvæða sálfræði fyrir nemendur.
Fyrirhugað er að hafa fræðsluna um mánaðarmót febrúar/mars.


4. Foreldrakvöld
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir kom í alla nýnema hópa á haustdögum og ræddi við nemendur
um stafrænt ofbeldi, hún er til í að koma og halda erindi fyrir foreldra.
Einnig var haft samband við Gleðiskruddurnar, þær eru líka til í að koma og fjalla um jákvæða
sálfræði, gleðiverkfæri og jákvæð inngrip í uppeldi og daglegu lífi.
Stefnt er á að halda foreldrakvöldið fimmtudaginn 7. mars. 17:30 – 19:00.
Boðið verður upp á veitingar á foreldrakvöldinu.


5. Kristinn skólameistari
Skólameistara er boðið á fundinn og hægt er að spyrja hann spurningar:

Annarfrí: Foreldrar lýsa bæði yfir ánægju á lengd annarskila á meðan öðrum finnst annarskilin
alltof löng.

Smiðjur: Foreldrar lýsa ánægju sinni yfir smiðjum og að það sé í boði fyrir nemendur.
Smiðjurnar eru misvel nýttar og notaðar meira í greinum eins og t.d. stærðfræði. Einnig er
smiðjutíminn félagslegi tíminn í skólanum og nemendur nýta smiðjurnar mikið í hópverkefni.

Stærðfræði: Foreldrar ræða um fall í stærðfræði, hvað ætli sé að valda þessu mikla falli?
Er farið of hratt yfir? Eru kennslubækurnar of erfiðar? Hvernig eru áfangarnir stilltir upp?
Kennarar eru að prófa nýjar aðferðir og eru að þróa sig áfram, það er t.d. minna brottfall af
nemendum á náttúrufræðibraut, þar sem stærðfræði áhuginn liggur að öllum líkendum
sterkari fyrir.

Fjárhagur skólans: FG stendur ágætlega, þar sem skólinn náði í smá afgang fyrir nokkrum
árum síðan. En rekstur í framhaldsskólum á íslandi er að þyngjast.

Hrós til námsráðgjafa, foreldrar lýsa mikilli ánægju yfir námsráðgjöfunum sem starfa hér í FG.
„Þær eru frábærar og ómetanlegar“.


6. Önnur mál
Salsaballið: Verður haldið þann 13. desember. Nokkrir foreldrar úr foreldraráði ætla að standa
vaktina í dyrunum og bjóða nemendum uppá heitt súkkulaði og teppi.

Félagslífið: Foreldrar koma beiðni barna sinna áfram um að fá fleiri stuttar skemmtanir í
hádeginu eins og að fá t.d. tónlistarmenn eða matarvagna.

Mötuneyti nemenda: Hvað vilja nemendur? Væri hægt að setja upp matseðil út frá
nemendakönnun. Röðin í matsalnum er enn þá of löng, væri t.d. hægt að vera með öðruvísi
borgunarkerfi? Það þarf að reyna finna lausnir á þessu vandamáli.

Tengingar kennara við nemendur: Stundum vantar upp á sterkari tengingar við nemendur burt
séð frá aldri og að umsjónakennarar læri nöfn nemenda sinna.


Næsti fundur er á dagskrá fimmtudaginn 18. janúar klukkan 19:30.
Hún Anna María aðstoðarskólastjóri ætlar að koma á þann fund og halda erindi um
Farsældarlögin.