Enskunemar í Írlandsferð

 

 

Hópur enskunema fór til Dyflinnar á Írlandi fyrir skömmu og dvaldi þar í fimm daga. Markmiðið var að kynnast menningu, sögu og lífi Íra á ,,eyjunni grænu". Fyrir ferðina höfðu nemendur meðal annars verið að kynna sér írskar bókmenntir. Á meðfylgjandi "sjálfu" má sjá marga úr hópnum og einnig sést Fríða Gylfadóttir kennari að hluta til. Með hópnum fór einnig Dr. Anna Jeeves, enskukennari. Ferðin tókst í alla staði vel.

 

Nemar á Þingvöllum og Ljósafossi

 

 

Nemar í jarðfræði og umhverfisfræði (efri) hjá Sigurkarli brugðu undir sig betri fætinum fyrir skömmu og fóru á Þingvöll (jarðfræðin) og Ljósafossvirkjun (umhverfisfræðin). Veðrið var gott og allir glaðir eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Nánar má lesa um ferðina á fésbók FG.

 

Hefurðu áhuga á HINSEGIN?

 

 

Föstudaginn 3. nóvember verður haldinn umræðufundur um hinsegin málefni í FG kl 14:15 í fyrirlestrarsalnum - F110. Allir eru hvattir til að mæta, hvort sem þeir eru hinsegin eða hafa áhuga á hinsegin málefnum.
 
Markmið fundarins er að eiga samtal um málefnið; hvernig upplifa hinsegin nemendur sig í skólanum og hvernig getur skólinn stutt betur við þá nemendur? Einnig verður boðið upp á umræður og almennt spjall.

Haustfrí - njótið þess!
Haustfrí 2017 hefst núna á föstudaginn 27.október og þá er engin kennsla. Það er ekki heldur kennsla mánudaginn 30.október. Því þurfa nemendur ekki að koma í skólann fyrr en þriðjudaginn 31.október. Njótið!
Bjarni Pálsson minningarorð
Leiðir Fjölbrautaskólans í Garðabæ og Bjarna Pálssonar lágu saman um langa hríð. Bjarni hóf kennslu í FG strax við stofnun skólans árið 1984. Hann var þá þegar merkur skólamaður og hafði kennt á Núpi í Dýrafirði og stýrði síðan sama skóla með myndarbrag í fjölda ára. Það var lán okkar í FG að fá Bjarna til liðs við fámennan kennarahóp og kenna þar stærðfræði í tvo áratugi. Bjarni var sæmdur gullmerki skólans ár ...
S
M
Þ
M
F
F
L
29
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Fyrri mánuður
nóvember 2017
Næsti mánuður