Haustfrí í FG - kennsla aftur á þriðjudaginn kl. 08.10

 

 

Kennsla eftir haustfrí 2018 hefst þriðjudaginn 16.október stundvíslega kl.08.10.

Hafið það gott í fríinu.

 

Göngugarpar gengu á Fimmvörðuháls

Þau Hans Kristjánsson íþróttakennari og Snjólaug Bjarnadóttir aðstoðarskólameistari fóru með hóp nemenda í dagsgöngu upp á Fimmvörðuháls fyrir skömmu og tókst ferðin vel. Leiðin um hálsinn liggur á milli tveggja jökla, Eyjafjallajökuls og Mýrdalsjökuls, tengir Skóga við Þórsmörk og er því á Suðurlandi. Alls tekur undir venjulegum kringumstæðum um 9 klukkustundir að ganga þessa leið. Að sögn Hans var smá snjór á kafla leiðarinnar, en það kom ekki að sök, þar sem nemendur voru vel búnir. Hans hrósaði nemendum og sagði að það hefði verið góð samkennd og stemmning í hópnum. 

Nemendur í FJÖ fóru í upptöku á FJÖrskyldunni

 

Nemendur í fjölmiðlafræði hjá Gunnari Hólmsteini fóru í vettvangsferð hjá RÚV þann 2.október síðastliðinn. Það var Úlfur Grönvold leikmyndahönnuður sem færði hópinn í allan sannleikann um starfsemi RÚV og var meðal annars nýtt fréttastúdíó RÚV skoðað (sem er nánast alsjálfvirkt). Að því loknu var hópurinn svo viðstaddur upptöku á þættinum Fjörskyldan, sem hinn landsfrægi tónlistarmaður Jón Jónsson stjórnar með stæl. Þar var mikið fjör og læti, en upptökur gengu vel. Að þeim loknum var svo slegið upp pizzuveislu, þannig að allir fóru saddir heim. 

Söngleikur úr kvikmyndinni "Clueless" á fjalir FG á vorönn 2019
Leikfélag FG, Verðandi, hefur staðið fyrir mögnuðum sýningum undanfarin ár og er frumsýning leikrits jafnan einn af hápunktum skólaársins. Nú er það opinbert að leikverk árins 2019 verður söngleikur byggður á unglingamyndinni "Clueless" sem Alicia Silverstone lék aðalhlutverkið í. FG.is skilst að prufur séu í gangi eða jafnvel búnar. Leikstjóri er Anna Katrín Einarsdóttir. Sjá kynningarmyndband hér.
Bleik bönd í minningu Einars Darra
Írena Óskarsdóttir forvarnarfulltrúi FG og Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi, gengu í stofur skólans fimmtudaginn 7.september og vöktu athygli á átakinu #égábaraeittlíf þar sem vakin er athygli á baráttu gegn misnotkun lyfja og annarra vímuefna. Verkefnið er unnið í samstarfi við foreldra Einars Darra sem lést af völdum lyfjaeitrunar þann 25. maí síðastliðinn, aðeins 18 ára gamall.
S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
október 2018
Næsti mánuður