Læðurnar og Álftanes unnu í boltanum

 

 

Nemendur í FG kepptu í fótbolta þann 16.september síðastliðinn á Stjörnuvellinum við Ásgarð og var hart tekist á. Þegar upp var staðið, voru það liðin Læðurnar og Álftanes sem báru sigur úr býtum. Til hamingju með árangurinn.

 

Skólinn breytist í súkkulaðiverksmiðju - tónlist frá Skálmöld

 

 

Þá er leikrit vorsins 2017 staðfest: Kalli og súkkulaðiverksmiðjan (Charlie and the Chocolate Factory), sem er byggt á sögu breska skáldsins Roald Dahl. Árið 2005 kom út frábær kvikmyndaútgáfa eftir Tim Burton, þar sem Johnny Depp fór á kostum (mynd). Einnig lék bandaríski leikarinn Gene Wilder í henni, en hann lést fyrir skömmu. Í uppfærslu Verðandi (leikfélags NFFG) þá mun Andrea Ösp Karlsdóttir leikstýra og Baldur Ragnarsson úr Skálmöld stýra tónlist. Nammi namm!

 

FG á fullu gasi

 

 

Skólastarf í FG á haustönn er komið á fulla ferð og skólinn troðinn sem síldartunna. Skólabyrjun þýðir líka að félagslífið lifnar við og nú þegar er byrjað að auglýsa fyrstu viðburði á vegum NFFG. Fylgist vel með auglýsingum. Minnum einnig á mikilvægar dagsetningar í skólastarfinu, eins og t.d. úrsagnareindaga. Þetta má finna í dagatalinu á heimasíðu FG (www.fg.is). Nú svo er skólinn líka með Fésbók. Góða skemmtun í skólanum og gangi ykkur vel að læra.

 

Skólabyrjun á haustönn 2016
Ágætu nemendur, velkomin til starfa! Opnað verður fyrir stundatöflur í síðasta lagi miðvikudaginn 17. ágúst, stundatöflur birtast í Innu (inna.is). Fundur verður með nýnemum fimmtudaginn 18. ágúst kl. 10:00. Kennsla hefst samkvæmt hraðtöflu föstudaginn 19. ágúst. Skólasetning fer fram sama dag. Töflubreytingar verða frá kl. 09:00 miðvikudaginn 17. ágúst. Nánara fyrirkomulag töflubreytinga má sjá hér neðar á s ...
Mennta og menningarferð
Degi eftir síðustu stúdentaútskrift voru glaðbeittir starfsmenn FG mættir til Berlínar í mennta-og menningarferð. Ferðin var skipulögð í samvinnu við Flensborgarskólann og endaði á glæsilegri árshátíð beggja skólanna. Fyrsta daginn var tekið á móti hópnum með fyrirlestri og vettvangsferð í einum elsta háskóla Þýskalands, stofnuðum árið 1810 og jafnframt einum virtasta háskóla Evrópu, sem hefur alið af sér 2 ...
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
Fyrri mánuður
september 2016
Næsti mánuður