Fulltrúar FG í Erasmusverkefni í Noregi

 

 

Þau Tinna Ösp kennari, Bjarni Björgvin Árnason og Þormóður Þormóðsson, tóku þátt í Erasmus-verkefninu “Sustainability in the rural areas” í Þrændalögum í Noregi dagana 1.-7. febrúar síðastliðinn. Í því voru nemendur og kennarar frá Íslandi, Noregi, Hollandi, Þýskalandi, Finnlandi og Lettlandi. Nemendur voru í frumkvöðlabúðum þar sem viðfangsefnið var að búa til tekjuaukandi viðskiptamódel fyrir bóndabýli.

 

FG-trúðar í betra samfélagi

 

 

Fyrir skömmu settu leiklistarnemar í FG upp trúðasýningu, sem börnum á leikskólum í nágrenni FG var boðið á. Áfanginn sem leiklistarnemar eru að vinna með trúðatæknina í heitir Betra samfélag og gengur út á að tengja leiklistina inn í nærsamfélagið. Seinna á önninni stendur svo til að vinna sýningu með eldri borgurum í Garðabæ. Þá munu fara nemendur fara inn á elliheimili, vinna náið með heimilisfólki og starfsfólki og forvitnast um hvað þau eiga sameiginlegt. Leiklistin þekkir hvorki landamæri né aldursmörk.  

Gettu betur á föstudag: FG mætir FSU - spennan magnast

 

Spennan magnast í Gettu betur og á föstudaginn mæta þau Einar, Guðrún og Sara Rut liði FSU frá Selfossi í þráðbeinni viðureign á RÚV. FG.is skilur það sem svo að nú standi yfir stífar æfingar hjá FG-ingum. Sem við að sjálfsögðu óskum góðs gengis á föstudaginn, kl. 20.00. Áfram FG!

 

 

Clueless nálgast - frumsýning á Imbrunni
Allt er á fleygiferð hjá leikfélagi FG, Verðandi, sem frumsýnir söngleikinn Clueless á Imbrudögum, sem verða að venju í lok febrúar. Tíðindamaður leit við hjá leikhópnum, sem var að hanna leikmuni, meira að segja verið að saga tré og alles (smella á "Meira"). ,,Verkinu miðar vel og allt er á áætlun," sagði Anna Katrín Einarsdóttir, leikstjóri. Að hennar sögn er þetta fyrsta stóra leikverkið hennar og segir hú ...
Bókasafnið opið á ný
Bókasafn FG hefur verið opnað á ný, en mikið hefur gengið á þar að undanförnu og verið að breyta safninu verulega. Framkvæmdir standa enn, en nú geta fróðleiks og námsfúsir nemendur leitað þangað og drukkið í sig fróðleik.
S
M
Þ
M
F
F
L
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Fyrri mánuður
febrúar 2019
Næsti mánuður