Góð virkni í kosningum - úrslit kynnt næstkomandi fimmtudag

 

 

,,Það er mjög góð þátttaka í kosningunum og við erum í raun hæstánægð með þetta." sagði núverandi forseti NFFG, Rebekka Þurý í stuttu spjalli, en næstkomandi miðvikudag verður kosið í ráð og nefndir á vegum nemendafélags FG. Nú þegar eru komin upp veggspjöld og annað slíkt. Skólastarfið í næstu viku mun litast af þessu, en á fimmtudag verða úrslit svo formlega kynnt.

 

Listnemar í Marshall-húsi

 

 

Í aprílbyrjun fóru kennarar og nemendur í áfanganum MENN2so05 í vettvangsferð í Marshallhúsið, sem er listahús á Grandanum í Reykjavík. Vel var tekið á móti hópnum og hann leiddur í gegnum þrjár myndlistarsýningar sem nú hanga uppi í húsinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru nemendur almennt ánægðir með ferðina. Sari Cedergren smellti af (smellið á mynd til að fá allan hópinn).

 

Skuggakosningar á fimmtudaginn

 

Síðustu helgina í maí verða bæjar og sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er á enskri tungu "local democracy" og gæti lagst út sem "nær-lýðræði" á íslensku, en oft líka bara kallað staðbundið lýðræði. Nemendum FG gefst kostur á því að kjósa í skuggakosningum á fimmtudaginn kemur. Þær standa allan daginn. Einnig er von á frambjóðendum úr Garðabæ í skólann á morgun, miðvikudag. Lýðræði skiptir máli, en á því miður undir högg að sækja víða um heim um þessar mundir. Kynnið ykkur málið og meira er hér: http://egkys.is/skuggakosningar/

Golfáfangi í boði næsta haust
Á næstu önn, haustön 2018, verður áfanginn AFRE2gf05 (Afreksíþróttir golf) í boði í FG í samvinnu við GKG, ef næg þátttaka verður. Þetta er áfangi fyrir kylfinga með 25 í forgjöf eða lægri. Skilyrði er einnig að viðkomandi sé að æfa golf yfir veturinn í golfklúbbi. Þeir sem hafa áhuga sendi póst á Guðmund Gíslason - gudmundurg@fg.is.
FG vann Gettu betur 2018 - Hljóðneminn fær nýtt póstnúmer
Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er sigurvegari Gettu betur árið 2018. Lið skólans vann Kvennaskólann í Reykjavík í Háskólabíói þann 23.mars síðastliðinn. Er þetta í fyrsta sinn sem FG vinnur Hljóðnemann, sem fær nú nýtt póstnúmer, 210 - Garðabær. Takk fyrir frábæra skemmtun, Guðrún, Jóel og Gunnlaugur - þið eruð stolt skólans. Takk þjálfarar og stuðningsmenn og til hamingju allir nemendur, starfsmenn og velunnarar ...
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
11
12
Fyrri mánuður
apríl 2018
Næsti mánuður