Lið FG komið í sjónvarpskeppni Gettu betur

 

 

Lið FG vann Verkmenntaskóla Austurlands í 16-liða úrslitum Gettu betur, sem fram fóru á Rás tvö þann 14.janúar. Lið FG fékk 21 stig gegn 19 stigum VA. Þar með er lið FG komið í sjónvarpskeppni Gettu betur (8-liða úrslit), sem hefst 1.febrúar á RÚV. Áfram FG!

 

Mennta og menningarmálaráðherra heimsótti FG

 

 

Lilja Alfreðsdóttir, mennta og menningarmálaráðherra, heimsótti Fjölbrautaskólann í Garðabæ fimmtudaginn 10. janúar. Markmið heimsóknarinnar var að kynna sérstaklega fyrir henni það starf sem fer fram í listum og skapandi greinum í skólanum. Á myndinni með Lilju eru þau Viktor Freyr Ómarsson, forseti NFFG og Gunnur Elísa Þórisdóttir, sem er fjármálastjóri nemendafélagsins. Þau fylgdu Lilju um skólann ásamt skólameistara, Kristni Þorsteinssyni og fleirum.  

FG vann í Gettu betur

 

 

Hin vinsæla spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur er hafin, og skartar nýjum spyrli, sem er Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV. Þann 8.janúar keppti lið FG  á Rás tvö við Framhaldsskólann á Húsavík og hafði betur, fékk 27 gegn 11 stigum Húsvíkinga. Lið FG skipa Guðrún Kristín (reynslubolti), Sara Rut (ný) og Einar Björn (nýr). Lið FG er því komið í 16 liða úrslit.

 

Upphaf vorannar 2019
3. janúar klukkan 12:00 (mögulega fyrr) opnast töflur nemenda í Innu Töflubreytingar fyrir þá sem þurfa: kl. 13:00 – 16:00 nemendur sem útskrifast á vorönn 2019 mæta hjá aðstoðarskólameistara nemendur sem eiga 1 – 2 annir eftir mæta hjá áfangastjóra nemendur sem eru fæddir 2001 og fyrr mæta hjá náms- og starfsráðgjöfum eða verkefnastjóra. 4. janúar Töflubreytingar fyrir þá sem þurfa: kl. 10:00 – 12:0 ...
Hvenær byrjar skólinn?
Stundatöflur fyrir vörönn 2019 verða afhentar (opnaðar) fimmtudaginn 3.janúar. Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar. Allir hjartanlega velkomnir og gleðilegt nýtt ár.
S
M
Þ
M
F
F
L
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Fyrri mánuður
janúar 2019
Næsti mánuður