FG vann Gettu betur 2018 - Hljóðneminn fær nýtt póstnúmer

 

  

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er sigurvegari Gettu betur árið 2018. Lið skólans vann Kvennaskólann í Reykjavík í Háskólabíói þann 23.mars síðastliðinn. Er þetta í fyrsta sinn sem FG vinnur Hljóðnemann, sem fær nú nýtt póstnúmer, 210 - Garðabær. Takk fyrir frábæra skemmtun, Guðrún, Jóel og Gunnlaugur - þið eruð stolt skólans. Takk þjálfarar og stuðningsmenn og til hamingju allir nemendur, starfsmenn og velunnarar skólans. Hellingur af myndum og efni er á fésbók FG. Myndina tók Áslaug Hulda Jónsdóttir, smellið til að fá stærri útgáfu.

Pétur Pan gekk glimrandi - Emilíana ánægð með útkomuna

 

 

Óhætt er að segja að sýning Verðandi, leikfélags FG á Pétri Pan, hafi slegið í gegn. Alls voru 15 sýningar á verkinu og þar af nokkrar aukasýningar. Uppselt var á nokkrar sýningar. Emilíana Wing, formaður Verðandi, sagði í samtali við FG.is telja að um 2500-3000 manns hafi séð sýninguna, að allir fjárhagslegir rammar hafi staðist og gott betur en það: ,,Næsta stjórn verðandi tekur við mjög góðu búi,“ sagði Emilíana. Ljóst er að ,,söngleikjastefna“ FG, þ.e.a að bjóða upp á mikið af söngleikjum, hefur borið ríkulegan ávöxt og aukið hróður skólans út á við.

Spennan óbærileg...nemendur róaðir með Gettu-betur-köku - FG mætir Kvennó í kvöld

 

 

Andrúmsloftið er rafmagnað í FG, sem mætir Kvennó í úrslitum Gettu betur í kvöld kl. 20.05, í beinni á RÚV frá Háskólabíói. Til að róa nemendur og starfsfólk var brugðið á það ráð að láta baka sérstakar Gettu-betur-kökur, sem runnu vel ofan í viðstadda. Áfram FG!

 

FG fékk leiklistarverðlaun á Möltu
Fyrir skömmu tók 20 manna hópur nemenda frá FG þátt í samevrópskri leiklistarhátíð mennatskólanema í höfuðborg Möltu, Valetta. Fyrir utan það að leika nutu nemendur veðurblíðu Miðjarðarhafsins og menningar Möltu. Og ekki nóg með það, hópurinn kom heim með viðurkenningu fyrir frumleika og sköpun. Af 12 atriðum fengu fjögur viðurkenningu og atriði FG var eitt þeirra. Flott gert!
Lið FG í úrslit Gettu betur
Lið FG í Gettu betur er komið í úrslit, sem fram fara í Háskólabíó um næstu helgi. Liðið vann MA frá Akureyri með glæsibrag föstudaginn 16.mars síðastliðinn í beinni á RÚV. Þá gerðist þetta skemmtilega augnablik, þegar Jóel fékk lánuð gleraugu Björn Braga spyrils í gleðivímunni. Frábær árangur Guðrún, Jóel og Gunnlaugur! Spennan magnast enn frekar, en andstæðingarnir koma frá Kvennaskólanum um næstu helgi. Ge ...
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
mars 2018
Næsti mánuður