Frumsýning á Pétri Pan - næstu sýningar

 

 

Ævintýrið um Pétur Pan var frumsýnt þann 21.febrúar síðastliðinn í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Óhætt er að segja að verkið hafi fengið góðar móttökur áhorfenda. Nú fer það í almennar sýningar og því um að gera að skella sér. Á vefsíðunni Enter.is má nálgast miða. Pétur Pan er saga fyrir börn á öllum aldri og fyrsta almenna sýningin er 25.febrúar kl.18.00 og síðan dagana 1. 3. og 4. mars. Hér er myndband frá frumsýningunni.

 

Opið hús í FG í dag

 

 

Námsbrautir FG verða kynntar á opnu húsi í dag, þriðjudaginn 20.febrúar milli 16-18.00. Smellið á myndina til að fá stærri útgáfu.

 

IMBRAN í næstu viku - hér er dagskráin

 

 

Í næstu viku 20. og 21. febrúar er Imbran. Þemað þetta árið er „Framtíðin“. Dagarnir eru skemmtilegt uppbrot á skólastarfinu og hvetjum við alla að skoða dagskrána vel og skrá sig í það sem heillar. Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðu skólans og Imbrusíðunni. Góða skemmtun. 

 

Dagskrá í PDF sniði

 

Gettu betur í sjónvarpinu - FG mætir Versló
Það er allt að gerast í FG þessa dagana. Á morgun, föstudaginn, 16.febrúar, hefur lið FG keppni í sjónvarpinu í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Hún fer fram á RÚV og andstæðingar FG koma að þessu sinni úr Versló. FG.is hitti einn liðsmann FG á göngum skólans og lá leiðin á æfingu, en þau hafa æft stíft að undanförnu. Viðkomandi var bjartsýnn, en búast má við hörkukeppni. Hefjast leikar kl. 20. ...
Fljúgandi fart á Pétri Pan og Imbru
,,Það gengur bara mjög vel, þetta er allt að koma," sagði Emilíana Wing, formaður Verðandi, leikfélags FG, er hún var spurð hvernig gengi með æfingar á Pétri Pan. Ævintýrið um hann verður frumsýnt á Imbrudögum FG, sem verða 20. og 21.febrúar. Emilíana bætti við að allir væru byrjaðir að æfa í búningum og að undirbúningurinn gengi bara mjög vel. Einng herma heimildir okkar að undirbúningur Imbrunnar gangi vel: ...
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
15
16
17
18
19
21
23
24
25
26
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
febrúar 2018
Næsti mánuður