Kennsla aftur miðvikudaginn 24.apríl

 

 

Komið er páskafrí í FG, en kennsla hefst aftur miðvikudaginn 24.apríl. Gleðilega páska!

Svíinn Basshunter skemmtir á síðasta balli skólaársins

 

 

Mikil eftirvænting ríkir nú í FG, en miðvikudaginn 10.apríl verður síðasta ball skólaársins (og í tveggja anna kerfinu). Að þessu sinni verður gleðin haldin í Reiðhöllinni í Víðidal. Aðalnúmerið er svo ekki minni aðili en sænski listamaðurinn Basshunter, sem á sínum tíma sló í gegn með laginu Boten Anna. Hið rétta nafn Basshunter er Jonas Erik Altberg og hefur hann gefið út sex plötur. Uppselt er á ballið og hefur verið þétt röð í miðasöluna, eins og myndin sýnir.

 

Manneskja X - nemendasýningar í leiklist

 

 

Um helgina hefjast sýningar á lokaverkefnum nemenda á leiklistarbraut FG. Sýningarnar fara fram í skólanum og eru afurð síðasta áfanga á leiklistarbraut þar sem lögð er höfuðáhersla á sjálfstæða sköpunarvinnu nemenda. Verkin eru æfð og þróuð í samráði við kennara. Sviðsverkin eru gríðarlega ólík enda er vegferð hvers nemanda í eðli sínu mismunandi í áfanganum og náminu í heild. Nemendur sjálfir skrifa verkin, leika í þeim og leikstýra. Aðgangur er ókeypis. Kennari: Vigdís Gunnarsdóttir. (Tímar: Smella á Meira) 

Gamansýning um kvíða í FG - bara í FG þann 10. apríl kl. 09.35
Gamansýning Smartílab-hópsins, Fyrirlestur um eitthvað fallegt, sem fjallar um kvíða, verður sýnd í Urðarbrunni þann 10.apríl næstkomandi kl. 09.35 og verður bara þessi eina sýning í FG. Markmið sýningarinnar er að fræða ungt fólk um kvíða, minnka fordóma og opna á umræðu um efnið. Geðsjúkdómar á borð við kvíða eru stórt vandamál í samfélagi okkar, en talið er að 12% landsmanna takast á við sjúklegan kvíða að ...
Þriggja anna kerfi-opinn fundur 24,apríl
Næsta haust verður tekið upp þriggja anna kerfi í FG. Til að ræða það og breytingar á tölvunotkun í FG verður opinn fundur með nemendum í Urðarbrunni miðvikudaginn 24. apríl klukkan 9:45. Mikilvægt að sem flestir mæti og leiti svara við þeim spurningum sem þeir hafa. Þriggja ára stúdentspróf kallar á að nemendur þurfi að taka fleiri einingar en áður á önn. Í núverandi kerfi þurfa þeir að taka 7-8 áfanga á önn. Þ ...
S
M
Þ
M
F
F
L
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Fyrri mánuður
apríl 2019
Næsti mánuður