Fékk verðlaun fyrir neyðarhnapp

 

 

Gabriella Ósk Egilsdóttir nemandi á hönnunar og markaðsbraut vann til verðlauna á samsýningunni Nýsköpun, hönnun og hugmyndir sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu. Hún fékk verðlaun í flokknum Nýsköpun fyrir hugmynd sína, neyðarhnappinn, sem er hugsaður fyrir aldraða og fleiri sem þurfa á slíkum hnappi að halda. Gabriella fær aðstöðu hjá Nýsköpunarmiðstöðinni til að þróa hugmynd sína áfram. Vel gert!

 

"Reiðir fuglar" fögnuðu kennslulokum

 

 

Rauðklæddur hópur "reiðra fugla" (Angry Birds) flögraði inn í FG föstudagsmorguninn 30.nóvember, en þetta voru væntanleg útskriftarefni að fagna kennslulokum með svokallaðri "dimmiteringu". Hinsvegar voru "reiðu fuglarnir" reyndar í skínandi skapi, þeir þeyttust um skólann, föðmuðu samnemendu og reyndar kennara líka! Þeir tóku svo (rapp)lagið í stiga skólans og flögruðu síðan aftur út í morgunskímuna.

 

Próf hefjast mánudaginn 3.desember

 

Próf hefjast mánudaginn 3.desember í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og lýkur þeim formlega þann 12.desember. Þann 18.desember, klukkan 11.00, verða einkunnir birtar og brautskráning verður fimmtudaginn 20.des kl.14.00. Hér eru ýmis góð ráð í sambandi við próf og próftöku.

 

Nýtt og sjóðheitt tímarit - LOKI komið út
Nýtt og sjóðheitt tímarit, LOKI, er komið út en það er afurð nemenda í blaðamennsku hjá Páli Vilhjálmssyni. Nýjustu fréttir, nemenda og kennaraviðtöl, fréttir úr "dauðaherberginu" á Salsa-ballinu og fleira gúmmelaði. Lesið hérna.
Hallgrímur Helgason las úr nýrri bók
Rithöfundurinn góðkunni, Hallgrímur Helgason, kom í heimsókn á kaffistofu kennara þann 16.nóvember með nýjustu bók sína Sextíu kíló af sólskini í farteskinu. Um er að ræða skáldsögu sem gerist á ímynduðum stað, Seglufirði, um aldamótin 1900. Þetta er þrettánda bók höfundar. Húmorinn er aldrei langt undan hjá Hallgrími, sem las dágóða stund fyrir kennara og síðan leystist þetta upp í almennt spjall, eins og of ...
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Fyrri mánuður
desember 2018
Næsti mánuður