Bleik bönd í minningu Einars Darra

 

 

Írena Óskarsdóttir forvarnarfulltrúi FG og Tinna Ösp Arnardóttir, félagsmálafulltrúi, gengu í stofur skólans fimmtudaginn 7.september og vöktu athygli á átakinu #égábaraeittlíf þar sem vakin er athygli á baráttu gegn misnotkun lyfja og annarra vímuefna. Verkefnið er unnið í samstarfi við foreldra Einars Darra sem lést af völdum lyfjaeitrunar þann 25. maí síðastliðinn, aðeins 18 ára gamall.

 

Skólastarf hafið á haustönn

 

 

Kristinn Þorsteinsson, skólameistari FG, setti skólann með formlegum hætti þann 21.8 síðastliðinn. Skólinn er bókstaflega stútfullur af nemendum. Minnum nemendur á að fylgjast vel með öllu sem er að gerast í náminu og svo fer félagslífið væntanlega líka að rúlla af stað. Sem er ekki síður spennandi. Verið öll hjartanlega velkomin.

 

Upphaf haustannar 2018

16. ágúst

Kl. 10.00 Opnað verður fyrir stundatöflu.  
kl. 13.00 – 16.00 Töflubreytingar eldri nemenda (fæddir 2000, 1999, 1998 og fyrr)
Útskriftarefni á haustönn sem þurfa töflubreytingar mæta til aðstoðarskólameistara í eftirfarandi nafnaröð: kl. 13.00-14.00 A-D, kl. 14.00-15.00 E-L, kl. 15.00-16.00 M-Ö  

17. ágúst

Kl. 8.00 – 12.30  Töflubreytingar annarra en nýnema
Kl. 10.00  Nýnemakynning í Urðarbrunni 
Kl. 13:00 – 15:00  Töflubreytingar annarra en nýnema

20. ágúst

Kennsla hefst með hraðtöflu mánudaginn 20. ágúst og verður skólinn settur sama dag.

22. ágúst

Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema klukkan 17.30

Brautskráning á vorönn 2018: Ólafur Hálfdan dúx og Logi Örn Axel semi-dúx
Það voru alls 103 nemendur sem brautskráðust frá FG þann 25.maí síðastliðinn, flestir af listnáms og náttúrufræðabrautum. Og það voru þeir Ólafur Hálfdan Pálsson (t.v) og Logi Örn Axel Ingvarsson sem náðu bestum árangri. Ólafur varð dúx, með 9.22 í meðaleinkunn en Logi varð semi-dúx með 9.17 í meðaltal. Minna gat það ekki verið. Flutt voru góð tónlistaratriði, ræðurnar voru mislangar, en athöfnin stóðst tímamörk ...
Brautskráning föstudaginn 25.maí kl.14.00
Brautskráning á vorönn 2018 fer fram í Urðarbrunni föstudaginn 25.maí og hefst athöfnin kl.14.00. Minnum á að gott er að koma snemma/í tíma til þess að fá örugg bílastæði.
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
september 2018
Næsti mánuður