Vel heppnað Erasmus-verkefni

Þátttakendur verkefnisins hittu fráfarandi forseta Íslands, Dr.Guðna Th. Jóhannesson, í léttu spjall…
Þátttakendur verkefnisins hittu fráfarandi forseta Íslands, Dr.Guðna Th. Jóhannesson, í léttu spjalli þriðjudaginn 23.apríl og fór hann á kostum. Að neðan eru svo Spánverjar til vinstri og Norðmenn til hægri.

Nemendahópar frá Noregi og Spáni voru staddir í skólanum vikuna 22. til 26.apríl síðastliðinn, en um var að ræða ErasmusPlús-verkefni sem heitir "Cultural Heritage in Norway, Iceland and Spain (Galicia) og er það styrkt af Erasmus Plús áætlun Evrópusambandsins.

Verkefnið hefur verið í gangi undanfarin misseri, en það er Rakel Linda Gunnarsdóttir, alþjóðafulltrúi FG, sem heldur utan um það, ásamt nokkrum af kennurum skólans.

Gistu gestirnir hjá innfæddum, mættu með þeim í skólann, unnu verkefni og voru með kynningar. En þar fyrir utan var mikil dagskrá alla dagana; ratleikur, söfn, ,,Gullni hringurinn“, hestbak og hvað eina. Sem og mikil félagsleg samskipti á milli þátttakenda.

,,Pálínuboð“ var haldið í FG miðvikudaginn 24.apríl, sem tókst einkar vel og sumardaginn fyrsta notaði hópurinn í dagsferð; Þingvelli, Gullfoss og Geysi og hestaferð síðdegis.

Ísland spilaði út öllum sínum veðurtrompum á meðan heimsókninni stóð og fóru bæði nemendur og kennarar sælir heim eftir vel heppnaða heimsókn. Nemendur FG eiga mikið hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu í verkefninu og mikla gestrisni.