Þjónusta
Leiðin þín: Forsíða >> Þjónusta >> Námsráðgjöf
Námsráðgjöf

 

 

 

 

 

 

 

Dagný Broddadóttir náms- og starfsráðgjafi, dagny@fg.is 

Viðtalstímar: alla virka daga frá kl. 09.00 - 15.00

Einnig er hægt að panta tíma á netfanginu dagny@fg.is

 

 

 

 

 

 

 

 

Auður Sigurðardóttir, náms- og starfsráðgjafi audur@fg.is

Viðtalstímar alla virka daga frá kl. 09.00 -15.00.

Einnig er hægt að panta tíma á netfanginu audur@fg.is

 

 

 

 

 

 

 

 

Að ná árangri í námi
Stundum heyrast þær raddir að námsárangur sé fyrst og fremst háður meðfæddri greind og þegar einkunnirnar eru ekki viðunandi stafi það

af því að gáfurnar séu nú ekki meiri en Guð gaf og því sé ekki við meiru að búast. Eigi skal því mótmælt að góðir námshæfileikar auðveldi nemendum að ná settu marki í námi sínu. Því fer hins vegar fjarri að greindin sé eini þátturinn sem hér ræður úrslitum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fjölmargir þættir hafa þarna áhrif og nemandinn getur haft marga þeirra á valdi sínu, temji hann sér það. Ég mun í þessu greinarkorni nefna nokkur atriði sem sýnt hefur verið fram á að skipta verulegu máli, þegar nám er annars vegar.

 

Áhugasvið og markmið - styrkleikar og veikleikar
Þessir þættir byggjast á sjálfsþekkingu nemandans. Hann þarf að skoða sjálfan sig og finna sínar sterku og veiku hliðar. Sterku hliðarnar á að nota óspart en veiku hliðarnar er um að gera að reyna að styrkja til að hægt sé að nýta þær líka, þannig verða hæfileikarnir fjölþættari. Áhugasviðið er oftast undirstaða að vali á námsbraut í skólanum og að starfsvali framtíðarinnar. Nemandi sem þekkir áhugasvið sitt vel og hefur sett sér markmið í námi í samræmi við það, nær oft skjótari og betri árangri en nemandi sem hefur engin markmið og er í skólanum bara til að gera eitthvað. Til að kanna áhugasvið sitt geta nemendur fengið að taka áhugasviðspróf eða þeir geta prófað að taka einn áfanga í því fagi sem þá fýsir að kynna sér.

 

Tímaáætlun - námsáætlun
Vel unnin námsáætlun er grunnurinn að því að námið verði skilvirkt. Í framhaldsskóla ber nemandinn sjálfur ábyrgð á gerð námsáætlunarinnar með aðstoð umsjónarkennara. Það borgar sig að leggja vinnu í að skipuleggja námið vel, velja hæfilega margar einingar á önn, velja saman hæfilega mörg erfið og auðveld fög, gæta þess að byrja snemma að taka fög sem taka þarf marga áfanga í og reyna líka að taka tillit til áhugasviðsins, þannig verður námið skemmtilegra og auðveldara. Þarna reynir líka á sjálfsþekkinguna til að vita hvað er hæfilegt álag, td. fjöldi og samsetning áfanga á önn. Tímaáætlun er skipulag á tíma okkar frá degi til dags. Þar þarf að gera ráð fyrir þeim tíma sem fer í fasta liði eins og að vera í skólanum, læra heima, samvera með fjölskyldu, húsverk, íþróttir, vinna, frístundir, félagsstarf, vera með vinum o.fl. Þegar tímaskipulagið er skoðað ofan í kjölinn koma oft í ljós stundir sem nýta mætti betur. Kjörið er til dæmis að nota eyður í stundatöflu til heimanáms og fá þannig meiri frítíma að loknum skóla.

 

Námstækni - upprifjun
Námstækni er nátengd tímaskipulagi og felst í stórum dráttum í því að skipuleggja vinnu sína vel. Taka niður glósur í tímum og geyma þær í réttri röð í möppu, fletta upp í orðabók og æfa framburð erlendra tungumála, reikna sjálfur dæmin sem kennarinn skrifaði á töfluna og byrja tímanlega að lesa undir próf og að vinna að ritgerðum. Töfratæki námstækinnar er svo upprifjunin. Eftir fjóra mánuði munum við aðeins 5% af því sem við erum að læra núna, ef við lítum ekki á það aftur. Hins vegar getum við munað allt að 80% af námsefninu, ef við rifjum upp reglulega stutta stund í einu.

 

Þáttur foreldra
Með hækkuðum sjálfræðisaldri hafa tækifæri foreldra til að fylgjast með námi barna sinna aukist. Þeir fá reglulega sendar heim upplýsingar um mætingar og einkunnir í annarlok. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að meirihluta nemenda finnst mikilvægt að auka upplýsingagjöf. Meirihluta foreldra og kennara finnst mikilvægt að efla samstarf og upplýsingagjöf. Forsenda árangursríks samstarfs er gott upplýsingaflæði. Nokkur hluti nemenda er í hættu á að falla brott úr framhaldsskólanámi. Þarna getur stuðningur foreldra skipt sköpum.
Fram hafa komið fjórir þættir sem virðast hafa mikil áhrif:

- námslegur stuðningur foreldra

- leiðbeiningar foreldra 
- væntingar foreldra 
- þátttaka foreldra í skólastarfi.
 

Mætingar
Kórónan á öllu því sem á undan er komið eru svo mætingarnar. Sterkt samband er á milli mætinga og námsárangurs og einfaldasta leiðin til að bæta námsárangurinn er að mæta vel!

Dagný Broddadóttir,  náms- og starfsráðgjafi

 
 

S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
ágúst 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum