Þjónusta
Mötuneyti nemenda

 

 

Mötuneytið er rekið af fyrirtækinu Dagar hf. sem tóku við rekstrinum haustið 2018. Við væntum mikils af samstarfinu og vonum að nemendur og forráðamenn verði ánægð með þá þjónustu sem Dagar veita.

 

Upplýsingar frá Dögum.

 

Matarframboð

Matseðillinn er byggður upp sem 3 vikna samfelldur seðill þar sem hver dagur og hver vika er hugsuð sem næringarleg heild til samræmis við opinberar næringarráðleggingar frá Embætti landlæknis. Seðillinn endurtekur sig síðan að hverjum þremur vikum liðnum. Í hádegisverði er lagt upp með að hafa:

  • Fisk 1-2svar í viku.
  • Grænmetisrétt að lágmarki 2 sinnum á 6 vikna tímabili.
  • Kjötrétt 2-3 sinnum í viku, bæði rautt og ljóst kjöt.

 

Skráning

Tíu miða matarkort er hægt að kaupa gegnum foreldravefinn á heimasíðu okkar www.dagar.is.  Einn miði gildir fyrir hverja máltíð, hvort sem valin er heitur matur af matseðli eða salat/samloka úr Dagalínunni, en Dagalínan er nýjung sem við hleyptum af stokkunum nýlega og stendur fyrir matarmikil salöt og samlokur.  Frekari upplýsingar um Dagalínuna er að finna á heimasíðu okkar.

Matseðilinn fyrir heitan mat er að finna á heimasíðu okkar: https://www.dagar.is/matur#Matsedill-vikunnar

Til að skrá sig inn á foreldarvefinn þarf rafræn skilríki eða Íslykil. Beinn slóð inn á foreldrarvefinn er:

https://www.dagar.is/matur#matur-fyrir-framhaldsskola  Þar er síðan linkur inn á foreldravefinn.  Leiðbeiningar um hvernig staðið skuli að greiðslu er að finna á foreldravefnum.

 

Nemandi mætir síðan í mötuneytið með útprentaða greiðslukvittun  og fær afhent matarkort hjá starfsmönnum okkar.

 

Innra eftirlit – HACCP

Dagar starfa samkvæmt mjög ítarlegri gæðahandbók sem tryggir að öllum lögum og reglugerðum sé fylgt á öllum stigum framleiðslunnar. Við störfum jafnframt samkvæmt GÁMES stöðlum sem leggja mjög mikla áherslu á hreinlæti og gæði. Við erum auk þess fyrsta fyrirtækið í mötuneytisrekstri á Íslandi sem tekur upp rafrænt eftirlits- og skráningarkerfi í samstarfi við Tandur.

Sýni ehf. sem óháður aðili, sér um að votta gæðaferla og úttektir á framleiðslu skv. GÁMES ásamt að staðfesta að fyrirtækið og flutningabílar sem eiga að flytja matinn séu með vottað og virkt GÁMES.

 

Uppfært 25. sept. 2018

 

S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
ágúst 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum