Skólinn
Jafnréttisáætlun FG

 

 

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ (FG) hefur að markmiði að jafnræðis og jafnréttis sé gætt á öllum sviðum skólastarfsins. Í því felst að óheimilt er að mismuna starfsmönnum/nemendum eftir aldri, kynferði, kynþætti, kynhneigð, fötlun, þjóðerni, trúarskoðunum, stjórnmálaskoðunum eða af öðrum ómálefnalegum ástæðum. Mikilvægt er að jafnréttisáætlun sé virt og unnið í anda hennar.


FG skal leitast við að hafa í þjónustu sinni sem hæfast starfsfólk á hverjum tíma. Konur og karlar skulu  standa jöfn að vígi hvað varðar vinnuaðstöðu, starfskjör  og möguleika til sí- og endurmenntunar.

 

Til þess að ná ofangreindum markmiðum mun FG fylgja eftirfarandi stefnu:

 

  • Hlutfall kynja skal vera sem allra jafnast á öllum starfssviðum.

 

  • Hlutfall kynja verði sem jafnast í stjórnunarstörfum.

 

  • Bæði kyn hafi sömu möguleika til starfsframa.

 

  • Launaákvarðanir byggist á kjarasamningum og lögum óháð kynferði.

 

  • Konur og karlar hafi sömu möguleika til starfsþjálfunar og sí- og endurmenntunar til að auka  hæfni sína í starfi og möguleika til bættra starfskjara.

 

  • Karlar verði hvattir til að taka fæðingarorlof í samræmi við gildandi heimildir.

 

  • Skipulag vinnunnar gefi möguleika á sveigjanlegum vinnutíma og eða hlutastörfum eftir því sem hægt er, einkum hjá foreldrum ungra barna.

 

  • Einelti og kynferðisleg áreitni verði ekki liðin í FG. Stuðningsráð undir stjórn skólameistara afgreiðir mál af þessu tagi samkvæmt sérstakri viðbragðsáætlun. 

 

  • Skólinn leggi metnað sinn í að standa vel að gerð starfsauglýsinga og að gæta þar jafnréttissjónarmiða.

 

3. apríl 2013

S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
júlí 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum