Áfallaáætlun

 

 

Skjalið í PDF sniði

 

 Viðbragðs- og áfallaáætlun Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Áfallaráð

Áfallaráð fer með verkstjórn þegar válegir atburðir gerast sem snerta nemendur og/eða starfsmenn skólans.

Í áfallaráði sitja: Skólameistari, aðstoðarskólameistari, áfangastjóri, verkefnastjóri, náms- og starfsráðgjafar, félagsmálafulltrúi, tveir fulltrúar kennslustjóra og skrifstofustjóri.

Skólameistari er formaður ráðsins og er ábyrgur fyrir því að kalla saman áfallaráð og stýra vinnu þess og skipulagi. Aðstoðarskólameistari er staðgengill skólameistara í forföllum.

Verkaskipting áfallaráðs

Starfsheiti

Hlutverk

Skólameistari

·          formaður áfallaráðs

·          ábyrgur fyrir því að kalla áfallaráð saman

·          sér um fyrstu samskipti við nánustu ættingja

·          stýrir vinnu og ákveður viðbrögð

·          stýrir upplýsingastreymi til starfsmanna og nemenda

·          tengiliður við fjölmiðla

Aðst.skólameistari

·          staðgengill skólameistara

Kennslustjórar

·          taka að sér verkefni sem skólameistari útdeilir hverju sinni

Áfangastjóri

·          tekur að sér verkefni sem skólameistari útdeilir hverju sinni

Verkefnisstjóri

·          tekur að sér verkefni sem skólameistari útdeilir hverju sinni

Námsráðgjafar

·         tengiliðir við sálgæsluaðila

·          tengiliðir við heilbrigðiskerfið

·          sinna áfallahjálp nemenda

·          aðstoða starfsmenn í vinnu með nemendur í sorg

Félagsmálafulltrúi

·          kannar tengls í vinahópi viðkomandi

·         tengiliður við NFFG

·          býður nemendum frekari aðstoð t.d. hjá  námsráðgjöfum

Skrifstofustjóri

·          uppfærir reglulega neyðarnúmer í áfallamöppu

·          uppfærir reglulega símaskrár starfsmanna

·          skipuleggur úthringingar sé þess þörf

·          hefur upplýsingar um neyðarnúmer til staðar

 

 

 Samstarfsaðilar áfallaráðs

 

·         Neyðarlínan,  sími 112

·         Lögreglan, sími 444-1000

·         Bráðamóttaka og áfallahjálp Landspítala Háskólasjúkrahúss, sími 543-2000

·         Bráðamóttaka og áfallahjálp Landspítalans í Fossvogi, sími 543-2000

·         BUGL bráðaþjónusta á dagvinnutíma, sími 543-4300

§  Bráðaþjónusta geðsviðs við Hringbraut , sími 543-4050

 

·         Skrifstofa Vídalínskirkju, sími 565-6380

§  Neyðarsími presta í Garðaprestakalli og Hafnarfirði

utan skrifstofutíma:  659-7133

§  Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sími 822-8865

§  Sr. Hans Guðberg Alfreðsson, sími 898-9701

§  Sr. Henning Emil Magnússon, sími 663-6606

 

Áfallaáætlun

Viðbrögð við alvarlegum áföllum nemenda og /eða  starfsfólks í skólanum

·         Verði alvarlegt slys eða dauðsfall nemanda eða starfsmanns í skólanum er mikilvægt að hafa samband strax við 112 til að fá leiðsögn.

·         Skólameistara er tilkynnt strax um atburðinn. Ef kalla þarf á sjúkrabíl eða lögreglu er mikilvægt að einn starfsmaður úr áfallaráði sjái um að taka á móti þeim.

·         Skólameistari hefur strax samband við  aðstandendur og þeir hafðir með í ráðum um allar aðgerðir.  Ef ekki næst samband við þá  fer starfsmaður úr áfallaráði með í sjúkrabíl. Skólameistari reynir áfram að ná í aðstandendur.

·         Skólameistari kallar áfallaráð á fund og verkum er skipt niður á ráðið og fyrstu aðgerðir ákveðnar.

·         Áfallaráð kallar til fagaðila eftir því sem þörf þykir.

·         Skólameistari kallar alla starfsmenn skólans á fund þar sem þeim er tilkynnt um atburðinn og hvernig skólinn mun vinna í framhaldinu. Hafa ber í huga hvort einhverjir starfsmenn séu nánir viðkomandi en þá er mikilvægt að færa þeim fregnina í einrúmi. Starfsmenn skrifstofu skólans sjá um að hringja í þá sem ekki eru viðstaddir.

·         Skólameistari kallar nemendur á sal og segir frá atburðinum eða kennarar hver í sinni skólastofu.  Æskilegt er að sálgæsluaðili sé til staðar.  Ítreka skal við nemendur að tilkynningar um atburðinn á samfélagsmiðlum eru ekki æskilegar.

·         Félagsmálafulltrúi ræðir við vinahóp nemandans í samstarfi við námsráðgjafa.

·         Skólameistari sendir tölvupóst til forráðamanna og nemenda í skólanum í samráði við aðstandendur til að tryggja að upplýsingar berist rétt heim til nemenda. Forráðamenn eru beðnir um að huga að sínum börnum eftir skóla.

·         Samskipti við fjölmiðla eru eingöngu í höndum skólameistara eða staðgengils hans.  Allir aðrir starfsmenn skulu vísa á skólameistara varðandi upplýsingar.

·         Skólameistari kallar áfallaráð saman í lok dags þar sem farið er yfir daginn og áætlun skólans. Aðgerðir næstu daga ræddar. Næsti fundur ákveðinn.

·         Ef dauðsfall verður í nemenda-  eða starfsmannahópnum skal flagga í hálfa stöng.

·         Samúðarkveðja frá skólanum er send til nánustu aðstandenda.

·         Skrifstofustjóri sér um að viðkomandi sé tekinn út af hópalistum í INNU.

 

Alvarleg slys eða dauðsfall í ferð á vegum skólans

·         Starfsmenn á vettvangi hafa samband við 112. 

·         Skólameistari upplýstur eins fljótt og hægt er. Hann virkjar áfallaráðið og sér til þess að farastjórum sé veittur stuðningur og að áætlun um  ,,Viðbrögð við alvarlegum áföllum nemenda og/eða  starfsfólks í skólanum“ sé fylgt.

·         Starfsmenn kanna hvaða nemendur urðu vitni að atburðinum og sinna þeim af bestu getu ásamt því að hlúa að öðrum nemendum á meðan beðið er eftir frekari aðstoð.

·         Stjórnandi ákveður breytingar á ferðatilhögun og upplýsir starfsfólk, nemendur og forráðamenn líkt og áætlun gerir ráð fyrir.

 

Dauðsfall nemanda og/eða starfsmanns þegar skóli er ekki að störfum

·         Skólameistari virkjar áfallaráð.

·         Skólameistari sér til þess að starfsfólk sé upplýst og er það gert í samráði við nánustu aðstandendur.

·         Skólameistari sendir samúðarkveðju til aðstandenda fyrir hönd skólans.

 

Sjálfsvíg nemanda

Ef um sjálfsvíg nemanda er að ræða er mikilvægt að vera í nánu samstarfi við aðstandendur um aðgerðir skólans  líkt og ef dauðsfall ber að með öðrum hætti. Fylgja ber áætlun um ,,Viðbrögð við alvarlegum áföllum nemenda og/eða starfsfólks í skólanum´´

Aðstoð fengin frá Bráðateymi Landspítalans eins fljótt og kostur er.

  

Viðbrögð í skólanum næstu daga eftir alvarlegt slys eða dauðsfall

·         Mikilvægt er að vera í góðu sambandi við aðstandendur fyrstu dagana eftir alvarlegt slys eða andlát og þeir hafðir með í ráðum um aðgerðir af hálfu skólans.

·         Samúðarkveðja frá skólanum er send til aðstandenda ef um dauðsfall er að ræða.

·         Nauðsynlegt getur reynst að fá utanaðkomandi aðstoð bæði fyrir nemendur og starfsmenn.

·          Boðið er upp á einstaklingsviðtöl hjá námsráðgjöfum og sálgæsluaðilum.

 

Alvarlegt slys eða dauðsfall nánasta aðstandanda nemanda

·         Skólameistari aflar upplýsinga um atburðinn hjá nánasta aðstandenda.

·         Skólameistari upplýsir námsráðgjafa og kennara um atburðinn.

·         Námsráðgjafar hafa samband við aðstandendur og í samráði við þá er upplýsingagjöf til kennara og nemenda útfærð sem og stuðningur við nemandann þegar hann kemur til baka.

·         Námsráðgjafar fylgja nemandanum eftir og  aðstoða eftir þörfum.

·         Kennarar geta leitað til námsráðgjafa og fengið aðstoð.

 

S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
júlí 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum