Skólinn
Skóladansleikir


REGLUR UM SKÓLADANSLEIKI Á VEGUM

FJÖLBRAUTASKÓLANS Í GARÐABÆ

 

 

1.     Skóladansleikir eru haldnir á ábyrgð skólameistara og undir umsjón skólameistara
og skólaráðs.

 

2.     Skóladansleikir eru eingöngu auglýstir í FG.

 

3.     Aðgöngumiðar eru eingöngu seldir í FG. Aðgöngumiðar skulu númeraðir og skráð
hverjir kaupa miða og fyrir hvern. Lista með   nöfnum gesta  með kennitölum þeirra
og símanúmerum skal skila til félagsráðunautar eða forvarnafulltrúa áður en
dansleikur hefst.

 

4.     Hver nemandi má bjóða með sér einum gesti sem ekki er nemandi í skólanum.  Ef
starfsmenn á dansleiknum þurfa að hafa afskipti af gestinum fær hann ekki að
sækja fleiri dansleiki á vegum skólans og sá nemandi sem gekkst í ábyrgð fær ekki
að ganga í ábyrgð fyrir fleiri gesti.

 

5.     Engar vínveitingar eru leyfðar né meðferð áfengis og annarra vímuefna.

 

6.     Nemendum, sem koma undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna, er ekki hleypt
inn á dansleiki skólans. Ölvun ógildir miða.

 

7.     Starfsmenn skólans hafa samstundis samband við heimili þeirra nemenda sem
þarf að hafa afskipti af vegna áfengis eða annarra vímuefna.

 

8.     Þurfi starfsmenn að hafa afskipti af nemanda sem er undir áhrifum á skóladansleik
munu félags- og forvarnafulltrúi taka mál hans til meðferðar svo skjótt sem auðið
verður. Beita má viðvörun og takmörkun þátttöku nemanda í félagslífi skólans.

 

9.     Umsjón með gæslu er í höndum félags- og forvarnafulltrúa.

 

10.   Skóladansleikir eru leyfðir til kl. 01.00. Hætt er að hleypa inn kl. 23.00.

 

11.   Sameiginlegir skóladansleikir með öðrum skólum eru ekki leyfðir.

 

12.   Skóladansleikir utan höfuðborgarsvæðisins eru ekki leyfðir.

 

13.   Skóladansleiki má halda í Urðarbrunni með samþykki skólaráðs.

 

14.   Skóladansleikir á vegum NFFG eru reyklausir.

 

                                                   Endurskoðað og breytingar samþykktar í skólaráði 15.01.2013.

 

 

 

S
M
Þ
M
F
F
L
24
25
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
mars 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum