Skólinn
Reglur um nemendaferðir

 

Reglur um nemendaferðir á vegum Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
 

 

  • Nemendaferðir, sem skipulagðar eru á vegum skólans, eru á ábyrgð skólameistara og undir umsjón skólameistara og fararstjóra.

 

  • Skólameistari ræður fararstjóra í nemendaferðir.

 

  • Skipulögð ferðaáætlun og dagskrá skal liggja fyrir áður en skólameistari veitir leyfi fyrir ferðinni.

 

 

  • Fararstjóri skal gæta þess að nemendur samþykki með undirskrift ferðaáætlun. Nemendur undir 18 ára aldri skulu einnig undirrita ferðaáætlun ásamt forráðamanni.

 

  • Nemendaferðir eru eingöngu fyrir skráða nemendur skólans. Ekki er heimilt að taka með sér gesti utan skólans.

 

  • Nemendaferðir eru eingöngu auglýstar í FG.

 

  • Nemendum ber að hlíta fyrirmælum fararstjóra.

 

  • Ákvæði um nemendaferðir í skólareglum FG gilda (sbr. 6 gr.).

 

  • Fararstjóri getur sent nemendur heim á þeirra kostnað ef um alvarleg brot er að ræða.

 

  • Nemendur skulu greiða sinn hlut ferðarinnar áður en lagt er af stað í ferðina.

 

 

Samþykkt í skólaráði 6. febrúar 2008.

Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 15.01.2013

Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 11.04.2019

 

S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
júlí 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum