Skólinn
Reglur um nemendaferðir

 

Reglur um nemendaferðir á vegum Fjölbrautaskólans í Garðabæ.
 

 

Nemendaferðir, sem skipulagðar eru á vegum skólans, eru á ábyrgð skólameistara og undir umsjón skólameistara og fararstjóra.

 

Skólameistari ræður fararstjóra í nemendaferðir og skal miða við að einn fararstjóri verði ráðinn fyrir hvern 20 nemendahóp og einn fyrir hverja byrjun á 20 nemendahóp. Í sérstökum tilvikum má fjölga eða fækka fararstjórum í ferð.

 

Skipulögð ferðaáætlun og dagskrá skal liggja fyrir áður en skólameistari veitir leyfi fyrir nemendaferð á vegum skólans.

 

Í dagskrá skal tilgreina nákvæmlega hvíldartíma hvers ferðadags.

 

Fararstjóri skal gæta þess að nemendur samþykki með undirskrift ferðaáætlun og reglur um hvíldartíma. Nemendur undir 18 ára aldri skulu einnig undirrita ferðaáætlun og reglur um hvíldartíma ásamt forráðamanni.

 

Nemendaferðir eru eingöngu fyrir skráða nemendur skólans. Ekki er heimilt að taka með sér gesti utan skólans.

 

Nemendaferðir eru eingöngu auglýstar í FG.

 

Nemendum ber að hlíta fyrirmælum fararstjóra.

 

Ákvæði um nemendaferðir í skólareglum FG gilda.

 

Fararstjóri getur sent nemendur heim á þeirra kostnað ef um alvarleg brot er að ræða.

 

Nemendur skulu greiða sinn hlut ferðarinnar áður en lagt er af stað í ferðina.

 

Fararstjórar skulu halda óbreyttum dagvinnu- og yfirvinnulaunum og fá greiddan ferðakostnað í samræmi við reglur sem gilda um ferðir starfsmanna ríkisins. Að auki er greiddur vinnutími í ferðum innan lands í samræmi við gildandi kjarasamninga.

 

Samþykkt í skólaráði 6. febrúar 2008.

Endurskoðað og samþykkt í skólaráði 15.01.2013

S
M
Þ
M
F
F
L
24
25
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
mars 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum