Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
26. október 2018 07:21

Örn Alexander Ámundason í heimsókn í listadeild

 

 

Listamaðurinn Örn Alexander Ámundason kom fyrir skömmu í heimsókn til listadeildar FG, kynnti þar verk sín og sagði frá ferli sínum. Örn Alexander hefur vakið athygli fyrir gjörningalist og óhefðbundin málverk og skúlptúra. Nokkuð öruggt er að hann hristi vel upp í nemendum og fékk þá til að víkka myndlistarsjóndeildarhringinn.  Heimsóknin var hluti af hinu árlega verkefni SÍM (Samband íslenskra myndlistarmanna), "Mánuður myndlistar", en þá er skólum boðið upp á að fá listamenn í heimsókn.

 

S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
júní 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum