Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
26. apríl 2018 16:07

Sigurkarl með nemendur í misgengisgöngu

 

 

Fyrir skömmu var farin námsferð með jarðfræðinemum um Heiðmörk og þar skoðaðir ýmsir áhugaverðir staðir eins og Hjallamisgengið og Rauðhólar. Haldið var austur á bóginn og endað á Hvolsvelli þar sem búið er að opna flotta og áhugaverða sýningu um jarðfræði Íslands þar sem kallast Lava Centre eða hraunmiðstöðin.

 

Þar má fylgjast með mótun og myndun landsins á nýstárlegan hátt með nútíma gagnvirkni og tölvunotkun. Sjón er sögu ríkari, kemur fram í fréttatilkynningu frá Sigurkarli jarðfræðikennara. Loks var haldið heim á leið með viðkomu við vatnsmesta foss Íslands sem fellur fram af misgengisstalli rétt neðan Þjórsárbrúar og heitir Urriðafoss.

Allir voru sáttir og sælir að ferð lokinni og gerður góður rómur að því að brjóta svona upp hefðbundna kennslustund innandyra.

 

S
M
Þ
M
F
F
L
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Fyrri mánuður
febrúar 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum