20. apríl 2018 14:10
Góð virkni í kosningum - úrslit kynnt næstkomandi fimmtudag

,,Það er mjög góð þátttaka í kosningunum og við erum í raun hæstánægð með þetta." sagði núverandi forseti NFFG, Rebekka Þurý í stuttu spjalli, en næstkomandi miðvikudag verður kosið í ráð og nefndir á vegum nemendafélags FG. Nú þegar eru komin upp veggspjöld og annað slíkt. Skólastarfið í næstu viku mun litast af þessu, en á fimmtudag verða úrslit svo formlega kynnt.