Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
23. mars 2018 14:22

Pétur Pan gekk glimrandi - Emilíana ánægð með útkomuna

 

 

Óhætt er að segja að sýning Verðandi, leikfélags FG á Pétri Pan, hafi slegið í gegn. Alls voru 15 sýningar á verkinu og þar af nokkrar aukasýningar. Uppselt var á nokkrar sýningar. Emilíana Wing, formaður Verðandi, sagði í samtali við FG.is telja að um 2500-3000 manns hafi séð sýninguna, að allir fjárhagslegir rammar hafi staðist og gott betur en það: ,,Næsta stjórn verðandi tekur við mjög góðu búi,“ sagði Emilíana. Ljóst er að ,,söngleikjastefna“ FG, þ.e.a að bjóða upp á mikið af söngleikjum, hefur borið ríkulegan ávöxt og aukið hróður skólans út á við.

Og Emilíana er ánægð með útkomuna: ,,Ég var leikari í fyrra en nú horfði ég á velgengnina út frá sjónahóli stjórnarmanns Verðandi og það var mjög ánægjulegt,“ sagði Emiliana Wing að lokum.

S
M
Þ
M
F
F
L
24
25
27
28
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
mars 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum