Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
21. desember 2016 13:35

Margrét Sóley dúxaði á haustönn 2016

 

Brautskráning á haustönn 2016 fór fram í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ þann 20.desember síðastliðinn. Þá voru alls 64 nemendur brautskráðir frá skólanum og flestir, eða alls 17, voru af náttúrufræðabraut, en næst þar á eftir komu félagsfræða og íþróttabraut. Dúx skólans að þessu sinn var Margrét Sóley Kristinsdóttir, af náttúrufræðabraut. Auk þess að vera dúx hlaut Margrét margvísleg önnur verðlaun fyrir góðan árangur í FG.

 

Elísabet Síemsen, setttur skólameistari, ræddi meðal annars málefni íslenskrar tungu í ræðu sinni, en lauk henni með hvatningarorðum til nýstúdenta: ,,Verið óhrædd við að fylgja draumum ykkar, ef ykkur verður á munið þá að mistök eru til að læra af. Manngæska er gildishlaðið orð en segir svo margt um þann sem lætur hjartað ráða för. Trúið á að ykkar spor, ykkar rödd, geti haft áhrif. Hafið í huga að frelsið sem þið búið við er ekki sjálfgefið."

 

Páll Marís Pálsson, flutti ræðu nýstúdents, en hann byrjaði ræðuna á því að biðja viðstadda að minnast fórnarlamanna í hryðjuverkaárásinni í Berlín, sem átti sér stað þann 19.desember, þar sem 12 manns létu lífið og um 50 manns særðust.

 

Þau Hilmar Már Gunnlaugsson, Guðmundur Ásgeir Guðmundsson og Svana Björg Eiríksdóttir stóðu fyrir tónlistaratriðum, þar sem flutt var bæði frumsamin tónlist og efni eftir Cole Porter.

 

Athöfninni lauk svo með því að viðstaddir risu úr sætum og sungu Íslands minni.

 

S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
júlí 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum