4. febrúar 2016 16:12
Ögurstundin nálgast - FG mætir MR í Gettu betur
Á morgun, föstudaginn 5.febrúar, mætir lið FG liði MR í fyrstu sjónvarpskeppni vetrarins í Gettu betur. Miðarnir sem FG fékk í sjónvarpssal þutu út í hádeginu á fimmtudaginn, alls um 70 talsins. Lið FG hefur undirbúið sig sleitulaust og er til í slaginn. Erum við það ekki líka? Áfram FGééééé!
-GH