Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
23. maí 2015 15:48

Brautskráning í FG - Dagmar Björk dúx

 

 

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ brautskráði 85 nemendur við hátíðlega athöfn laugardaginn 23. maí í hátíðarsal skólans, Urðarbrunni. Dúx skólans að þessu sinni var Dagmar Björk Bjarkadóttir af málabraut en fjölmargir aðrir nemendur fengu einnig viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur.

 

Við athöfnina voru tveir starfsmenn skólans sæmdir gullmerki FG, en þeir kveðja nú skólann eftir langa veru þar. Þetta voru þær Marta Ólafsdóttir lífræðikennari og Jónína Kristjánsdóttir, sem starfað hefur á skrifstofu skólans. Marta kenndi í alls 28 ár við FG.

 

Fjöldi ávarpa og heimatilbúinna atriða frá nemendum voru flutt og ávarp nýstúdents flutti Tómar Geir Howser Harðarson, sem vakti landsathygli í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur nú í vetur.

 

Fleiri myndir eru hér og frétt á MBL.is er hér.

 

 

 

S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
16
17
18
1
2
3
4
5
6
Fyrri mánuður
desember 2017
Næsti mánuður
Mynd af skólanum