Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
19. febrúar 2014 12:03

Imbran er í næstu viku!

 

Imbruvikan er í næstu viku og þá er mikið húllumhæ í skólanum. Hefðbundin kennsla fellur niður, en þess í stað kemur sjóðheit dagskrá, þar sem risalandið Brasilía er þemaland. Meðal dagskrárliða á Imbrunni er leikrit, árshátíð nemenda og meðfylgjandi ball, þar sem Páll Óskar og Sálin hans Jóns míns mun sjá um stuðið.Útvarp NFFG verður einnig á sínum stað.  

 

Þátttaka nemenda skiptir sköpum á Imbrunni, enda dagskráin sett saman fyrir þá. Fjölbreyttri dagskrá er lofað, eins og alltaf!

 

Með fréttinni fylgir til upphitunar myndband með Grammy-söngkonunni Ivete Sangalo, sem er ein allra vinsælasta söngkona Brasilíu.

 

Imbran er að sjálfsögðu á Fésbók!

 

Dagskrá Imbrunnar er annars sem hér segir:

Þriðjudagur (25.2): Imbra fyrir og eftir hádegi.

Miðvikudagur(26.2): Imbra fyrir hádegi, leikritið Beetlejuice frumsýnt og Árshátíð um kvöldið.

Fimmtudagur og föstudagur( 27.2 og 28.2): Vetrarfrí.

Kennsla hefst aftur mánudaginn 3. mars.

 

 

S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Fyrri mánuður
desember 2018
Næsti mánuður
Mynd af skólanum