Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
27. nóvember 2012 07:08

The Vintage Caravan til London

 

Hljómsveitin Vintage Caravan, en trommarinn , Guðjón Reynisson, er nemi í FG, kemur fram  í lokakeppni Global Battle of the Bands í London dagana 8.-9. desember. Um 30 hljómsveitir frá öllum heimshornum taka þátt í keppninni. Vintage Caravan vann sér inn þátttökurétt með því vinna undakeppnina hér heima í mars síðastliðnum

Verðlaunin fyrir sigur eru ekki af verri endanum, 100.000 ameríiskir dollarar, eða um 12 milljónir króna.

 

The Vintage Caravan þykir ná með frábærum hætti stemningu sjötta og sjöunda áratugarins í amerísku sýrurokki, þar sem gítargoð á borð við Jimi Hendrix áttu sviðið. Gítarleikari sveitarinnar Óskar Logi Ágústsson þykir t.d. ná honum með snilldarhætti.

 

Á Youtube er að finna dágóðan slatta af myndböndum með bandindu, t.d. þetta , sem er af nýjustu plötu sveitarinna sem kom út í haust og heitir Voyage, eða ,,Ferðalagið.“  Við hæfi að segja: Góða ferð!

 

Ps. Hefði Jimi Hendrix lifað, en hann dó aðeins 27 ára gamall, hefði hann orðið 70 ára í dag, 27.11. 2012.
 

S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
júlí 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum