Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
22. nóvember 2012 23:55

Líf og fjör í fjölmiðlafræðinni!

 

Það er sannarlega líf og fjör hjá nemendum í fjölmiðlafræði þessa dagana. Nemar í blaðamennsku (sem nú er kennd við FG með nýju sniði), hafa verið að skrifa í blöð, sem Sigurður Þ. Ragnarsson, einn þekktasti veðurfræðingur landsins, gefur út. Blöðin koma meðal annars út í Hafnarfirði, Garðabæ og á Álftanesi.

Þá hafa birst greinar í Miðborgarpóstinum, sem einn af kennaranemum haustannar, Eiríkur Einarsson, ritstýrir.


Þessu blaði verður næst dreift með Morgunblaðinu í byrjun desember.

 

Einnig eru fjölmiðlafræðinemar að gera innslög í hinn víðfræga þátt, Harmageddon, sem fyrrum FG-ingarnir, Frosti og Máni sjá um á X-inu, fm 97,7.

 

Vettvangsferðir eru hluti af náminu. Farið hefur verið til 365 miðla. Morgunblaðið heimsótt og útgáfufélagið Birtingur sem nú hefur flutt sínar höfuðstöðvar í Garðabæinn.
 

S
M
Þ
M
F
F
L
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Fyrri mánuður
júlí 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum