Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
20. apríl 2018 14:10

Góð virkni í kosningum - úrslit kynnt næstkomandi fimmtudag

test

 

 

,,Það er mjög góð þátttaka í kosningunum og við erum í raun hæstánægð með þetta." sagði núverandi forseti NFFG, Rebekka Þurý í stuttu spjalli, en næstkomandi miðvikudag verður kosið í ráð og nefndir á vegum nemendafélags FG. Nú þegar eru komin upp veggspjöld og annað slíkt. Skólastarfið í næstu viku mun litast af þessu, en á fimmtudag verða úrslit svo formlega kynnt.

 

meira...
10. apríl 2018 16:17

Listnemar í Marshall-húsi

test

 

 

Í aprílbyrjun fóru kennarar og nemendur í áfanganum MENN2so05 í vettvangsferð í Marshallhúsið, sem er listahús á Grandanum í Reykjavík. Vel var tekið á móti hópnum og hann leiddur í gegnum þrjár myndlistarsýningar sem nú hanga uppi í húsinu. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru nemendur almennt ánægðir með ferðina. Sari Cedergren smellti af (smellið á mynd til að fá allan hópinn).

 

meira...
10. apríl 2018 10:08

Skuggakosningar á fimmtudaginn

test

 

Síðustu helgina í maí verða bæjar og sveitarstjórnarkosningar á Íslandi. Það er á enskri tungu "local democracy" og gæti lagst út sem "nær-lýðræði" á íslensku, en oft líka bara kallað staðbundið lýðræði. Nemendum FG gefst kostur á því að kjósa í skuggakosningum á fimmtudaginn kemur. Þær standa allan daginn. Einnig er von á frambjóðendum úr Garðabæ í skólann á morgun, miðvikudag. Lýðræði skiptir máli, en á því miður undir högg að sækja víða um heim um þessar mundir. Kynnið ykkur málið og meira er hér: http://egkys.is/skuggakosningar/

meira...
6. apríl 2018 14:08

Golfáfangi í boði næsta haust

test

 

Á næstu önn, haustön 2018, verður áfanginn AFRE2gf05 (Afreksíþróttir golf) í boði í FG í samvinnu við GKG, ef næg þátttaka verður. Þetta er áfangi fyrir kylfinga með 25 í forgjöf eða lægri. Skilyrði er einnig að viðkomandi sé að æfa golf yfir veturinn í golfklúbbi. Þeir sem hafa áhuga sendi póst á Guðmund Gíslason - gudmundurg@fg.is

 

meira...
24. mars 2018 11:26

FG vann Gettu betur 2018 - Hljóðneminn fær nýtt póstnúmer

test

 

  

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ er sigurvegari Gettu betur árið 2018. Lið skólans vann Kvennaskólann í Reykjavík í Háskólabíói þann 23.mars síðastliðinn. Er þetta í fyrsta sinn sem FG vinnur Hljóðnemann, sem fær nú nýtt póstnúmer, 210 - Garðabær. Takk fyrir frábæra skemmtun, Guðrún, Jóel og Gunnlaugur - þið eruð stolt skólans. Takk þjálfarar og stuðningsmenn og til hamingju allir nemendur, starfsmenn og velunnarar skólans. Hellingur af myndum og efni er á fésbók FG. Myndina tók Áslaug Hulda Jónsdóttir, smellið til að fá stærri útgáfu.

meira...
23. mars 2018 14:22

Pétur Pan gekk glimrandi - Emilíana ánægð með útkomuna

test

 

 

Óhætt er að segja að sýning Verðandi, leikfélags FG á Pétri Pan, hafi slegið í gegn. Alls voru 15 sýningar á verkinu og þar af nokkrar aukasýningar. Uppselt var á nokkrar sýningar. Emilíana Wing, formaður Verðandi, sagði í samtali við FG.is telja að um 2500-3000 manns hafi séð sýninguna, að allir fjárhagslegir rammar hafi staðist og gott betur en það: ,,Næsta stjórn verðandi tekur við mjög góðu búi,“ sagði Emilíana. Ljóst er að ,,söngleikjastefna“ FG, þ.e.a að bjóða upp á mikið af söngleikjum, hefur borið ríkulegan ávöxt og aukið hróður skólans út á við.

meira...
23. mars 2018 11:11

Spennan óbærileg...nemendur róaðir með Gettu-betur-köku - FG mætir Kvennó í kvöld

test

 

 

Andrúmsloftið er rafmagnað í FG, sem mætir Kvennó í úrslitum Gettu betur í kvöld kl. 20.05, í beinni á RÚV frá Háskólabíói. Til að róa nemendur og starfsfólk var brugðið á það ráð að láta baka sérstakar Gettu-betur-kökur, sem runnu vel ofan í viðstadda. Áfram FG!

 

meira...
23. mars 2018 10:46

FG fékk leiklistarverðlaun á Möltu

test

 

 

Fyrir skömmu tók 20 manna hópur nemenda frá FG þátt í samevrópskri leiklistarhátíð mennatskólanema í höfuðborg Möltu, Valetta. Fyrir utan það að leika nutu nemendur veðurblíðu Miðjarðarhafsins og menningar Möltu. Og ekki nóg með það, hópurinn kom heim með viðurkenningu fyrir frumleika og sköpun. Af 12 atriðum fengu fjögur viðurkenningu og atriði FG var eitt þeirra. Flott gert!

 

meira...
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
11
12
Fyrri mánuður
apríl 2018
Næsti mánuður
Mynd af skólanum