Skólinn
Leiðin þín: Forsíða >> Skólinn >> Fréttir
Fréttir
5. desember 2018 11:51

Fékk verðlaun fyrir neyðarhnapp

test

 

 

Gabriella Ósk Egilsdóttir nemandi á hönnunar og markaðsbraut vann til verðlauna á samsýningunni Nýsköpun, hönnun og hugmyndir sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir skömmu. Hún fékk verðlaun í flokknum Nýsköpun fyrir hugmynd sína, neyðarhnappinn, sem er hugsaður fyrir aldraða og fleiri sem þurfa á slíkum hnappi að halda. Gabriella fær aðstöðu hjá Nýsköpunarmiðstöðinni til að þróa hugmynd sína áfram. Vel gert!

 

meira...
2. desember 2018 09:30

"Reiðir fuglar" fögnuðu kennslulokum

test

 

 

Rauðklæddur hópur "reiðra fugla" (Angry Birds) flögraði inn í FG föstudagsmorguninn 30.nóvember, en þetta voru væntanleg útskriftarefni að fagna kennslulokum með svokallaðri "dimmiteringu". Hinsvegar voru "reiðu fuglarnir" reyndar í skínandi skapi, þeir þeyttust um skólann, föðmuðu samnemendu og reyndar kennara líka! Þeir tóku svo (rapp)lagið í stiga skólans og flögruðu síðan aftur út í morgunskímuna.

 

meira...
28. nóvember 2018 07:47

Próf hefjast mánudaginn 3.desember

test

 

Próf hefjast mánudaginn 3.desember í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ og lýkur þeim formlega þann 12.desember. Þann 18.desember, klukkan 11.00, verða einkunnir birtar og brautskráning verður fimmtudaginn 20.des kl.14.00. Hér eru ýmis góð ráð í sambandi við próf og próftöku.

 

meira...
20. nóvember 2018 17:25

Nýtt og sjóðheitt tímarit - LOKI komið út

test

 

 

Nýtt og sjóðheitt tímarit, LOKI, er komið út en það er afurð nemenda í blaðamennsku hjá Páli Vilhjálmssyni. Nýjustu fréttir, nemenda og kennaraviðtöl, fréttir úr "dauðaherberginu" á Salsa-ballinu og fleira gúmmelaði. Lesið hérna.

 

meira...
16. nóvember 2018 12:20

Hallgrímur Helgason las úr nýrri bók

test

 

 

Rithöfundurinn góðkunni, Hallgrímur Helgason, kom í heimsókn á kaffistofu kennara þann 16.nóvember með nýjustu bók sína Sextíu kíló af sólskini í farteskinu. Um er að ræða skáldsögu sem gerist á ímynduðum stað, Seglufirði, um aldamótin 1900. Þetta er þrettánda bók höfundar. Húmorinn er aldrei langt undan hjá Hallgrími, sem las dágóða stund fyrir kennara og síðan leystist þetta upp í almennt spjall, eins og oft vill gerast. 

 

meira...
16. nóvember 2018 12:13

Jón Jónsson fræddi FG-inga um fjármál

test

 

 

Hinn þekkti tónlistarmaður Jón Jónsson er einnig hagfræðingur að mennt og fyrir skömmu kom hann í tíma í fjármálalæsi hjá Tinnu Ösp og fræddi nemendur um ýmis atriði sem tengjast því. Jón er fjölhæfur mjög, en hann er líka umsjónarmaður skemmtiþáttarins Fjörskyldan sem sýndur er á RÚV á laugardagskvöldum í vetur.

 

meira...
10. nóvember 2018 11:19

Sigríður Hagalín Björnsdóttir kynnti Hið heilaga orð

test

 

 

Fréttakonan góðkunna, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, kom í heimsókn á kennarastofu FG föstudaginn 9.nóvember og las upp úr nýjustu bók sinni, Hið heilaga orð. Þetta er önnur bók Sigríðar, sem hún segir vera fjölskyldusögu. Áritaði hún svo í lokin eins og rithöfunda er siður. Svona lagað lífgar upp á skammdegið, en í næstu heimsókn mun Hallgrímur Helgason lesa upp úr nýjustu bók sinni.

 

meira...
10. nóvember 2018 11:03

FG-nemar í orkuferð til Portúgals

test

 

 

Í október fóru þrír nemendur af náttúrufræðibraut með Írisi Skaftadóttur líffræðikennara og Jóhönnu Ingvarsdóttur til Portúgals á vegum Erasmus+ áætlunarinnar. Ferðin var hluti af verkefni um sjálfbæra orku sem kallast REnergy og er með áherslu á vatnsorku. Í ferðinni var ýmislegt skoðað og brallað og vinabönd mynduð. Nemendur okkar, þær Birta, Eydís og Marta voru skólanum til mikillar sóma þar sem gleði og vinskapur var áberandi og þökkum við þeim kærlega samstarfið. 

 

meira...
S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Fyrri mánuður
desember 2018
Næsti mánuður
Mynd af skólanum