Ýmsar síður
Nánar um fjarnám

Hægt er að stunda nám í einstökum áföngum eftir þörfum og áhuga hvers og eins.

Námstími fjarkennslunnar er að mestu miðaður við önn framhaldsskólans. Fjarkennslan byrjar seinna en staðkennslan, en tímar og kennslustundir falla ekki niður í fjarkennslu. Tímabundin skylduskil eru á úrlausnum verkefna. Þó að ætlað sé að hvert verkefni sé ekki meira en vikuvinna, gefa kennarar oft lengri hámarksskilatíma til þess að mæta ófyrirséðum uppákomum. Nemendur eiga að hlíta fyrirmælum kennara um skil svo sem þeim er framast unnt. Dragist skil fram yfir tímamörk án gildra ástæðna, sem gerð hefur verið grein fyrir, getur farið svo, að talið verði, að nemand­inn hafi sjálfur sagt sig frá námi.

Námsefni, yfirferð, kennsla og kröfur í fjarkennslu eru samræmd almennum deildum skólans. Fjarnemendur nota sömu kennslugögn og aðrir nemendur. Nemendur sjá sjálfir um að útvega sér kennslugögn. (Sjá bókalista á vefsíðum skólans).

Tryggt þarf að vera, að allt efni áfanga sé tekið fyrir á önninni. Nemendum er greint frá skiptingu námsefnis og skipulagi kennslunnar í kennslu­áætlun í upphafi annar. Í upphafi annar velja kennarar daga til sendinga efnis til nemenda. Efnið er t.d. verkefni, leiðbeiningar, tilvísanir í rit, net og annað, sem tengist náminu.

Yfirleitt er gert ráð fyrir því, að hver námsefnis­pakki feli í sér um það bil viku vinnu nemandans. Því er almennt reiknað með því, að nemandinn ljúki úrlausn sinni innan viku frá því að námsefnispakki er sendur. Kennari og nemandi koma sér saman um hvernig staðið er að verkefnisskilum.

Kennari fer fljótt og vel yfir úrlausnir nemendaverkefna og skilar þeim með umsögn/einkunn við fyrsta gefið tækifæri. Í sumum tilfellum er fullt eins eðlilegt að kennari sendi nemanda lausnir og þá ber nemandi sjálfur ábyrgð á að fara yfir úrlausnir sínar.

Í flestum áföngum lýkur náminu með prófi, sem tekið er innan almenns prófatíma framhalds­skólans. Almennt er gert ráð fyrir því, að rétt til próftöku hafi einungis þeir nemendur, sem staðið hafa full skil á úrlausnum sínum, en kennarar geta sett sérákvæði um þetta atriði.

Ef nemandi heyrir ekki frá kennara á hann að hafa samband við skrifstofu skólans eða umsjónarmann fjarnáms og láta vita.

Umsjónarmaður fjarnáms er Anna Sigríður Brynjarsdóttir

S
M
Þ
M
F
F
L
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Fyrri mánuður
desember 2018
Næsti mánuður
Mynd af skólanum