Námið
Leiðin þín: Forsíða >> Námið >> Smiðja
Smiðja

 

Smiðja er nýjung við Fjölbrautaskólann í Garðabæ.  Í smiðjunni gefst nemendum kostur á að fá persónulegri leiðsögn en hægt er að veita í stórum hópum. Smiðjutímarnir eru fjórir og koma fram á töflu nemenda.

 

Kennarar tilkynna nemendum hvenær þeir eiga að koma í smiðju.  Það er hugsanlegt að tveir kennarar boði nemanda í smiðju á sama tíma en þá er það fyrri bókunin sem gildir.

 

Deildir skólans útfæra þetta fyrirkomulag á mismunandi hátt. Þó er það sammerkt með smiðjunni að hún færir meiri ábyrgð á nemandann. Hann þarf sjálfur að halda utanum hvenær og hvar hann á að mæta í smiðju.

 

Síðustu tvær vikur annarinnar verður smiðjan  í raun stoðtímar sem nemendur sækja til kennara eftir þörfum.

 

Helstu kostir fyrir nemandann eru að hann getur fengið leiðsögn í smærri hópum. Einnig má benda á að á þennan hátt getum við þjappað saman töflu nemenda þannig að skólanum lýkur klukkan 16:00 í stað 16:20 áður. Einnig mun þeim dögum fjölga þar sem nemendur eru búnir enn fyrr.

 

Helsti gallinn fyrir nemandann verður að hann þarf sjálfur að halda utan um hvenær hann á að mæta í smiðju. Einnig geta orðið árekstrar á milli smiðju og listgreinaáfanga. Slík vandmál verður að leysa í samvinnu nemenda og kennara.

 

Þetta er tilraun og ljóst að eitthvað mun mistakast og við lærum af mistökunum.

 

Kristinn Þorsteinsson skólameistari

 

Tímar í smiðju (PDF format)

 

 

 

 

 

 

S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Fyrri mánuður
ágúst 2019
Næsti mánuður
Mynd af skólanum